Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði lítillega á síðasta ári
Lækkunina má fyrst og fremst rekja til verulegrar verðlækkunar milli fyrsta og annars ársfjórðungs þegar verðið lækkaði um 5,2% en það var mesta verðlækkun milli ársfjórðunga síðan á fyrsta ársfjórðungi 2009 en þá stóð alþjóðlega fjármálakreppan hvað hæst og verð á allflestum hrávörum lækkaði mikið. Lækkunina á öðrum fjórðungi má fyrst og fremst rekja til lækkunar á botnfiski, en hún nam 6,1%. Lækkunin á uppsjávarafurðum nam þá 1,1% en mun meiri sveiflur eru í verði uppsjávarafurða en botnfiskafurða. Efnahagsleg áhrif Covid-19-faraldursins komu inn af fullum þunga á öðrum fjórðungi. Þá lækkaði verð m.a. vegna þrýstings frá kaupendum, erfiðara gekk að flytja fiskinn til endakaupenda og almennt séð gekk útflutningur sjávarafurða brösuglega.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði lítillega á síðasta ári