Velta í hag­kerf­inu eykst og tækni­grein­ar draga vagn­inn

Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Vélsmiðja Guðmundar
23. október 2024

Eftir nær viðvarandi samdrátt í veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum síðustu mánuði jókst hún nú um 2,1% á milli ára að raunvirði á tímabilinu júlí-ágúst. Veltan tók verulega dýfu á covid-tímanum og rauk svo upp þegar hagkerfið náði sér á strik. Síðan um mitt ár 2023 hefur hún jafnan dregist lítillega saman á milli ára, þar til nú.

VSK-velta gefur almennt ágætis fyrirheit um þróun landsframleiðslu, þótt veltan sveiflist gjarnan meira en landsframleiðsla. Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs í lok nóvember og ef marka má veltugögnin fyrir júlí og ágúst má jafnvel búast við lítils háttar hagvexti. Almennt ætti velta í hagkerfinu og fjöldi starfandi á íslenskum vinnumarkaði að fylgjast að, en starfandi fjölgaði um 1,8% á milli ára á tímabilinu júlí-ágúst.

Það sem af er ári hefur landsframleiðsla dregist saman um 1,9% og í nýlegri hagspá spáðum við 0,1% samdrætti á árinu og þar með lítils háttar hagvexti það sem eftir lifir árs.

Veltan eykst langmest í tækni- og hugverkaiðnaði

Á VSK-tímabilinu júlí-ágúst jókst velta í tækni- og hugverkaiðnaði mun meira en í flestum öðrum greinum, um 12,4% á milli ára. Aukningin er í takt við stöðugan vöxt í útflutningsverðmætum hugverkaiðnaðarins og spár um áframhaldandi kröftugan vöxt greinarinnar. Velta jókst næstmest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 8,5% og þar á eftir kom framleiðsla málma þar sem velta jókst um 6,3%. Velta í álframleiðslu jókst um 8,1%, en álverð er nokkuð hærra en á sama tíma í fyrra. Velta í álframleiðslu hefur þó dregist saman um 8,6% á árinu. Athygli vekur að velta í ferðaþjónustu dróst saman um 2,4% á milli ára á tímabilinu júlí og ágúst, jafnvel þótt ferðamönnum hafi fjölgað á tímabilinu og kortavelta þeirra aukist. Þá virðist velta í fiskeldi hafa dregist verulega saman á milli ára á tímabilinu, um 23,1%. Sem fyrr er þó varhugavert að lesa of mikið inn í einstaka tímabil og óvíst að þessi þróun gefi fyrirheit um árið í heild.

Stóraukin velta í tækni- og hugverkaiðnaði það sem af er ári skýrist ekki síst af aukinni veltu í meðal- og hátækniframleiðslu. Undir þann flokk fellur meðal annars framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar þar sem veltan nær sexfaldaðist á milli ára á tímabilinu júlí og ágúst. Þeirri margföldun þarf þó að taka með þeim fyrirvara að veltan á tímabilinu í fyrra var óvenju lítil. Ef litið er til lyfjaframleiðslu það sem af er ári hefur veltan verið 136,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur