Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Velta í hag­kerf­inu eykst og tækni­grein­ar draga vagn­inn

Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Vélsmiðja Guðmundar
23. október 2024

Eftir nær viðvarandi samdrátt í veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum síðustu mánuði jókst hún nú um 2,1% á milli ára að raunvirði á tímabilinu júlí-ágúst. Veltan tók verulega dýfu á covid-tímanum og rauk svo upp þegar hagkerfið náði sér á strik. Síðan um mitt ár 2023 hefur hún jafnan dregist lítillega saman á milli ára, þar til nú.

VSK-velta gefur almennt ágætis fyrirheit um þróun landsframleiðslu, þótt veltan sveiflist gjarnan meira en landsframleiðsla. Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs í lok nóvember og ef marka má veltugögnin fyrir júlí og ágúst má jafnvel búast við lítils háttar hagvexti. Almennt ætti velta í hagkerfinu og fjöldi starfandi á íslenskum vinnumarkaði að fylgjast að, en starfandi fjölgaði um 1,8% á milli ára á tímabilinu júlí-ágúst.

Það sem af er ári hefur landsframleiðsla dregist saman um 1,9% og í nýlegri hagspá spáðum við 0,1% samdrætti á árinu og þar með lítils háttar hagvexti það sem eftir lifir árs.

Veltan eykst langmest í tækni- og hugverkaiðnaði

Á VSK-tímabilinu júlí-ágúst jókst velta í tækni- og hugverkaiðnaði mun meira en í flestum öðrum greinum, um 12,4% á milli ára. Aukningin er í takt við stöðugan vöxt í útflutningsverðmætum hugverkaiðnaðarins og spár um áframhaldandi kröftugan vöxt greinarinnar. Velta jókst næstmest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 8,5% og þar á eftir kom framleiðsla málma þar sem velta jókst um 6,3%. Velta í álframleiðslu jókst um 8,1%, en álverð er nokkuð hærra en á sama tíma í fyrra. Velta í álframleiðslu hefur þó dregist saman um 8,6% á árinu. Athygli vekur að velta í ferðaþjónustu dróst saman um 2,4% á milli ára á tímabilinu júlí og ágúst, jafnvel þótt ferðamönnum hafi fjölgað á tímabilinu og kortavelta þeirra aukist. Þá virðist velta í fiskeldi hafa dregist verulega saman á milli ára á tímabilinu, um 23,1%. Sem fyrr er þó varhugavert að lesa of mikið inn í einstaka tímabil og óvíst að þessi þróun gefi fyrirheit um árið í heild.

Stóraukin velta í tækni- og hugverkaiðnaði það sem af er ári skýrist ekki síst af aukinni veltu í meðal- og hátækniframleiðslu. Undir þann flokk fellur meðal annars framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar þar sem veltan nær sexfaldaðist á milli ára á tímabilinu júlí og ágúst. Þeirri margföldun þarf þó að taka með þeim fyrirvara að veltan á tímabilinu í fyrra var óvenju lítil. Ef litið er til lyfjaframleiðslu það sem af er ári hefur veltan verið 136,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.