Vax­andi um­svif Lands­bank­ans í ferða­þjón­ustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Hagfræðideild Landsbankans birtir nú í annað sinn ítarlega úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í ritinu er m.a. fjallað um þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni ásamt því að fjalla um hlutverk hins opinbera í ferðaþjónustu á Íslandi.

Davíð Björnsson

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár.

Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum. 

Fjölgun ferðamanna hefur kallað á aukna fjárfestingu í hótelum, rútum, bílaleigubílum, skipum og bátum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Landsbankinn hefur fylgst náið með þessari þróun og tók á sínum tíma ákvörðun um að styðja við hana með margvíslegum hætti. Eðlilega fer mest fyrir lánveitingum bankans til ferðaþjónustufyrirtækja en aðrar aðferðir hafa líka verið notaðar til að styðja við greinina.

Landsbankinn tekur virkan þátt í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki hafa markvisst verið aukin og óhætt er að slá því föstu að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að fjármögnun nýfjárfestinga í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein. Það er sérstakt gleðiefni að þessar fjárfestingar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur á uppbygging sér stað víða um land.

Af þeim verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað utan Reykjavíkur má nefna nýtt hótel Fosshótela á Patreksfirði, sem áætlað er að opni nú í vor, nýtt hótel Icelandair á Akureyri, en byggingu þess lauk síðasta sumar og þá er ótalin stækkun á Hótel Rangá og Hótel Hrauneyjum síðasta sumar og framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni, Laugarvatn Fontana.

Í Reykjavík hefur bankinn einnig annast fjármögnun nýrra hótela undanfarin misseri. Þar má meðal annars nefna Hotel Reykjavík Marina, sem hóf starfsemi á liðnu vori, Hótel Klett, sem sömuleiðis er nýtt á þessum markaði og sem stendur fjármagnar bankinn framkvæmdir við stórt hostel við Laugaveg, sem áætlað er að opna nú í vor. Til að setja málin í samhengi má nefna að aukist fjöldi ferðamanna jafn hratt og gerst hefur á undanförnum árum, verður á hverju ári þörf fyrir rúmlega 200 ný hótelherbergi í Reykjavík næstu árin.

Eins og alltaf er fjöldi hugmynda um uppbyggingu í ferðaþjónustu til skoðunar. Búast má við að hafist verði handa við a.m.k. tvö verkefni í Reykjavík á þessu ári sem bankinn fjármagnar, auk tveggja nýrra verkefna á landsbyggðinni. Auk þessa er einnig mikill vöxtur í annarri fjármögnun sem tengist beint auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þar má m.a. nefna fjármögnun nýrra langferðabíla og fjármögnun bílaleiguflotans, en stór hluti nýrra bíla sem seldur er hér á landi er seldur til bílaleiga.

Það hefur því verið í nógu að snúast hjá sérfræðingum bankans í ferðaþjónustu og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram, enda mörg verkefni þar í gerjun eins og fyrr var nefnt. Ánægjulegt verður að taka þátt í þeim með því öfluga fólki sem nú fer fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Davíð Björnsson er forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur