Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja sló met á fyrsta fjórðungi
Útflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins nam 355,6 mö.kr. borið saman við 226,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 128,9 mö.kr. eða 57%. Útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju jókst verulega milli ára. Mesta aukningin varð í útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar en það jókst um 44,3 ma.kr. eða 560%. Næstmesta aukningin varð í útflutningsverðmæti stóriðju en þar var aukningin 42,4 ma.kr. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst síðan um 20,3 ma.kr. Samanlögð aukning í útflutningsverðmæti útflutningsstoðanna þriggja nam því 107 mö.kr. af samtals 129 ma.kr. aukningu.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja sló met á fyrsta ársfjórðungi