Um­tals­verð minnk­un at­vinnu­leys­is í maí og lík­ur á að svo verði áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í maí 9,1% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 10,4% frá því í apríl. Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli apríl og maí. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurlandi, um 2,9 prósentustig. Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 18,7% í maí og minnkaði um 2,9 prósentustig frá apríl. Almennt atvinnuleysi á því svæði er eftir sem áður næstum tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða 9,4%.
Smiður
11. júní 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í maí 9,1% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 10,4% frá því í apríl. Um 21.000 manns voru á atvinnuleysisskrá í maí, þar af um 17.600 atvinnulausir og um 3.400 atvinnulausir í minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var 0,9% og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í maí var því 10,0% samanborið við 11,5% í apríl og minnkaði þannig um 1,5 prósentustig.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli apríl og maí. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurlandi, um 2,9 prósentustig. Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi og að það verði í kringum 7,5% í júní, m.a. vegna árstíðarsveiflu og sérstaks atvinnuátaks stjórnvalda.

Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 18,7% í maí og minnkaði um 2,9 prósentustig frá apríl. Almennt atvinnuleysi var 24,5% í janúar og hefur nú minnkað fjóra mánuði í röð, alls um 5,8 prósentustig. Almennt atvinnuleysi á því svæði er eftir sem áður næstum tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða 9,4%. Þriðja mesta atvinnuleysið var á Suðurlandi, 8,0%. Minnsta atvinnuleysið var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eins og verið hefur.

Fyrstu fimm mánuði ársins 2021 hefur atvinnuleysi bæði karla og kvenna verið 10,7%. Á milli apríl og maí minnkaði atvinnuleysi karla á landinu öllu um 1,4% á meðan það minnkaði um 1,0% meðal kvenna. Atvinnuleysi karla var 8,9% í maí og 9,5% meðal kvenna.

Alls voru 4.018 ný störf auglýst í maí, en þau voru 1.972 í apríl. Flest voru störf verkafólks í ýmiss konar þjónustu. Þann 10. júní voru um 10.500 störf í boði hjá Vinnumálastofnun. Flest auglýstra starfa eru í tengslum við átaksverkefni eða reynsluráðningar, eða um 98%, önnur teljast almenn störf. Flest starfanna eða 61%, eru á höfuðborgarsvæðinu, 16% á Suðurnesjum og 10% á Suðurlandi. Tæplega helmingur lausra starfa er í greinum sem tengjast ferðaþjónustu. Um 1.362 ráðningasamningar voru gerðir í maí í átakinu Hefjum störf.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Umtalsverð minnkun atvinnuleysis í maí og líkur á svo verði áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur