Tölu­verð hækk­un mán­að­ar­launa á milli 2019 og 2020

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru heildarlaun launafólks í fullu starfi að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri milli 2019 og 2020, um 12% og 14%. Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
19. júlí 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin, og kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu.

Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs.

Sé litið á alla fullvinnandi eru heildarlaun um 19% hærri en regluleg mánaðarlaun. Þessi munur verður að mestu til vegna yfirvinnugreiðslna. Það er hins vegar mikill munur á milli greina hvað þessa viðbót við reglulegu mánaðarlaunin varðar.

Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli 2019 og 2020. Launavísitala hækkaði um 6,3% á sama tíma þannig að þar er ágætt samræmi. Heildarlaun fullvinnandi hækkuðu minna, um 5,3%, þannig að ljóst er að stytting vinnutíma hefur haft nokkur áhrif á þróunina.

Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, um 12% og 14%. Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir.

Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingarstarfsemi. Heildarlaun lækkuðu bæði í verslun og viðgerðum og í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun.

Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði (1,4%) milli áranna 2019 og 2020. Hér er um allar greiddar stundir að ræða og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma en einnig til færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu.

Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Það helst vel í hendur við lækkun heildarlauna í þessum greinum.

Fækkun greiddra stunda var meiri á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera þar sem greiddum vinnustundum launafólks í fullu starfi fækkaði um 2,7% milli ára á almenna markaðnum en 0,5% á þeim opinbera. Vinnutímastytting samkvæmt kjarasamningum var aðallega framkvæmd 2020 á almenna markaðnum og ekki fyrr en á árinu 2021 á þeim opinbera.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Töluverð hækkun mánaðarlauna á milli 2019 og 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Flugvél
16. maí 2023

Ferðaþjónustan á fleygiferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Ský
15. maí 2023

Vikubyrjun 15. maí 2023

Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
9. maí 2023

Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu

Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma. 
Háþrýstiþvottur
8. maí 2023

Vikubyrjun 8. maí 2023

Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltali 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Ef litið er til dreifingar á heildarlaunum eftir kyni sést að karlar eru í meirihluta á efri launastigum og konur á þeim lægri.
5. maí 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
2. maí 2023

Laun hækka um tæpt prósent og kaupmáttur mjakast upp á við

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, meira en síðustu tvo mánuði þar á undan. Hækkunin skýrist væntanlega aðallega af því að kjarasamningsbundnar launahækkanir Eflingarfélaga á almennum vinnumarkaði áttu sér stað í marsmánuði, en félagið samdi seinna en flest önnur félög á almenna markaðnum. Vegna hækkunarinnar eykst kaupmáttur lítillega milli mánaða. Sé horft á 12 mánaða breytingu kaupmáttar dregst hann þó saman um 0,3%.
Flugvöllur, Leifsstöð
2. maí 2023

Vikubyrjun 2. maí 2023

Framboð á flugi til landsins næstu mánuði er talsvert meira en á sama tíma í fyrra og árið þar áður. Það er um 92% af því sem það var á metárinu 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna komu til landsins. Þetta gefur nokkuð góð fyrirheit um ferðamannasumarið.
Íbúðir
28. apríl 2023

Mesta hækkun íbúðaverðs síðan í júní

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% milli mánaða í mars. Hún hækkaði annan mánuðinn í röð eftir þriggja mánaða samfellda lækkun þar á undan. Ljóst er að enn er líf á íbúðamarkaði, þrátt fyrir snarpar vaxtahækkanir og verðbólga hjaðnar hægar en við gerðum ráð fyrir. Kaupsamningum fjölgaði bæði í febrúar og mars og alls voru 485 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í mars.  
Epli
27. apríl 2023

Ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,31% milli mánaða í apríl og við það hækkaði ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%. Verð á bílum lækkaði minna en við gerðum ráð fyrir og íbúðaverð lætur finna fyrir sér aftur.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur