Tölu­verð hækk­un launa­vísi­tölu í nóv­em­ber

Launavísitalan hækkaði um 7,3% milli nóvembermánaða 2019 og 2020. Vísitala neysluverðs hækkaði 3,5% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er töluverð, eða 3,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum.
Háþrýstiþvottur
21. desember 2020 - Hagfræðideild

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli október og nóvember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018.

Í nóvember 2019 hækkaði launavísitalan um 0,2% og þá var ársbreytingin 4,2% þannig að launaþróunin er öllu hraðari nú en þá var. Breytinguna nú má að hluta rekja til hækkunar aukagreiðslna hjá opinberum starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum og þá hafa kjarasamningar kennara einnig áhrif, en þeir komu til framkvæmda í október og nóvember.

Vísitala neysluverðs hækkaði 3,5% milli nóvembermánaða 2019 og 2020. Launavísitalan hækkaði um 7,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er áfram töluverð, eða 3,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og var kaupmáttur launa í október einungis 0,1% minni en í apríl, þegar hann var í sögulegu hámarki.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá 3. ársfjórðungi 2019 fram til sama tíma 2020 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 6% á þessum tíma og um 8,1% á þeim opinbera, 7,5% hjá ríkinu og 8,8% hjá sveitarfélögunum. Mæld launavísitala hækkaði um 6% á sama tíma.

Því virðist sem opinberi markaðurinn hafi verið leiðandi í launabreytingum á þessum tíma, enda voru kjarasamningar gerðir mun seinna á opinbera markaðnum en á þeim almenna. Á síðustu misserum myndaðist bil á milli launaþróunar á þessum tveimur mörkuðum þar sem kjarasamningar á opinbera markaðnum voru gerðir mun seinna en á þeim almenna. Þetta bil hefur nú næstum verið brúað að fullu, eins og reyndin hefur alltaf verið yfir lengra tímabil.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun skrifstofufólks mest milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020, um 7,9%. Laun verkafólks hækkuðu næst mest, um 7,6%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,6%. Launavísitalan hækkaði um 6% á þessu tímabili þannig að laun skrifstofu- og verkafólks hafa hækkað mun meira en meðaltalið og laun stjórnenda verulega minna.

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun á 3. ársfjórðungi mest milli ára í veitustarfsemi, um 9,8%, og minnst í byggingu og mannvirkjagerð, um 4,3%. Það lítur því út fyrir að minni umsvif í byggingarstarfsemi hafi minnkað launaþrýsting í þeim greinum.

Atvinnuleysi hefur aukist töluvert á síðustu mánuðum og var skráð almennt atvinnuleysi 10,6% í nóvember og atvinnuleysi vegna hlutabóta 1,4%. Heildaratvinnuleysi var því 12% í nóvember og hefur ekki verið meira í annan tíma.

Óvissa um þróun hagkerfisins og baráttuna við veirufaraldurinn er enn mikil og þróun atvinnustigs er óneitanlega nátengt árangri á þeim sviðum. Eins og staðan er núna er því miður líklegt að atvinnuleysi verði áfram meira á næstu mánuðum en við eigum að venjast.

Ef horft er á launaþróun í fyrri kreppum má sjá að sú jákvæða launaþróun sem við sjáum nú er ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu almennt hækka á vinnumarkaðnum samkvæmt kjarasamningum í byrjun janúar og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má enn búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu.

Þessi staða er dálítið sérstök og ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Lengi vel tókst okkur að vernda atvinnustigið í kreppum. Í síðustu tveimur kreppum hefur orðið breyting hvað það varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Töluverð hækkun launavísitölu í nóvember (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur