Þriðjungsaukning í inn- og útflutningi á öðrum ársfjórðungi

Þetta er mesti halli af vöru- og þjónustuviðskiptum á einum ársfjórðungi síðan á fyrsta ársfjórðungi 2008. Aukinn halli á vöru- og þjónustuviðskiptum borið saman við sama tímabil í fyrra skýrist fyrst og fremst af mikilli aukningu í vöruinnflutningi. Hann nam 239,6 mö.kr. og jókst um 70,2 ma.kr., eða 41,5%. Innflutningur þjónustu jókst einnig milli ára en þó mun minna. Innflutningur þjónustu nam 78,1 mö.kr. og jókst um 11,9 ma.kr., eða 18,1%. Það sem vann á móti auknum halla á vöru- og þjónustuviðskiptum var að aukning varð á bæði þjónustuútflutningi og vöruútflutningi. Útflutt þjónusta nam 103,3 mö.kr. og jókst um 34,8 ma.kr., eða 50,7%. Vöruútflutningur nam 183,8 mö.kr. og jókst um 34,1 ma.kr., eða 22,8%. Allar breytingar í inn- og útflutningi á fjórðungnum, borið saman við sama fjórðung í fyrra, litast af breytingu í gengi krónunnar en gengisvísitala krónunnar var 4,9% sterkari á fjórðungnum en á sama fjórðungi í fyrra.
Lesa hagsjána í heild
Hagsjá: Þriðjungsaukning í inn- og útflutningi á öðrum ársfjórðungi









