Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Þörf á íbúð­um og ágæt­is upp­bygg­ing í kort­un­um 

Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Fjölbýlishús
4. nóvember 2024

Eftirspurn eftir íbúðum til sölu sveiflast til skamms tíma nokkuð skýrt með vaxtastigi í landinu. Íbúðaverð tók að rjúka upp um það leyti sem vextir voru lækkaðir á tímum faraldursins og þegar þeir voru hækkaðir á ný tók að hægja verulega á verðhækkununum. Undirliggjandi er þó síaukin þörf á íbúðum, aðallega vegna aukins aðflutnings.  

Kjarnafjölskyldum fjölgar hratt 

Á síðasta áratugnum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 20%, um rúmlega 60 þúsund manns.  Kjarnafjölskyldum hefur fjölgað um 45 þúsund en íbúðum aðeins um 25 þúsund. 

Í upphafi þessa árs jókst þörfin einnig skyndilega vegna hamfaranna við Grindavík sem segja má að hafi þurrkað út hluta íbúðastofnsins. Á sama tíma tók eftirspurn við sér vegna þess stuðnings sem Grindvíkingar fengu frá hinu opinbera og vegna væntinga um aukna íbúðasölu. 

Íbúðafjárfesting eykst á ný 

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði virðist hafa færst í aukana á allra síðustu mánuðum eftir þó nokkurn samdrátt síðustu ár. Hún var 6,6% meiri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra og jókst um 7% á milli ára á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Í hagspá sem við birtum um miðjan október gerum við áfram ráð fyrir kröftugri íbúðafjárfestingu og að hún aukist um 5% á þessu ári, 3% næstu tvö ár og um 4% árið 2027. Þar hefur meðal annars áhrif aukin þörf á íbúðum, bæði vegna aðflutnings til landsins en einnig hamfaranna við Grindavík. Þá ættu vaxtalækkanir ekki aðeins að blása lífi í eftirspurn eftir íbúðum heldur einnig uppbyggingu. 

Starfandi í byggingariðnaði fjölgar 

Fólki sem starfar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð fækkaði lítillega á tímum faraldursins, úr um það bil 15 þúsundum í 14 þúsund. Því fjölgaði svo hratt á ný eftir því sem hagkerfið tók við sér og nú starfa yfir 18 þúsund manns í geiranum, álíka margir og um mitt ár 2008. Hér ber að hafa í huga að aðeins hluti þeirra sem starfar í byggingargeiranum vinnur að íbúðauppbygginu, en erfitt er að segja til um hvernig fjöldinn skiptist.

Samkvæmt könnun Seðlabankans meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækjanna virðist eftirspurn eftir starfsfólki í greininni hafa minnkað á síðustu mánuðum, en þó er hún mun meiri en í öðrum atvinnugreinum.

Kraftur á byggingarmarkaði birtist einnig í auknum innflutningi á byggingarefnum, sérstaklega timbri, en frá því á miðju síðasta ári hefur innflutningur á helstu byggingarefnum aukist um næstum 50%. Hér ber aftur að hafa í huga að erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu stór hluti byggingarefnisins er ætlaður í íbúðauppbyggingu, en þróunin styður við gögn um nokkuð kröftuga fjárfestingu í íbúðum og atvinnuvegum, og einnig aukna veltu í byggingariðnaði síðustu ár.

Hverjar eru horfur um fjölgun íbúða? 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur íbúðir í byggingu í þeim tilgangi að spá fyrir um íbúðafjölgun næstu ára. Nýjasta talning var gefin út í september síðastliðnum og íbúðir í byggingu reyndust 16,8% færri en í sama mánuði árið áður. Merki eru um að framkvæmdir hefjist á of fáum íbúðum um þessar mundir en á sama tíma er minna um að framvinda á framkvæmdum standi í stað. Því virðast verktakar frekar leggja áherslu á að klára yfirstandandi verkefni en að hefjast handa við ný. Gangi spáin eftir verður uppbyggingin ekki frábrugðin því sem verið hefur undanfarin ár en vegna þess hversu fá ný verkefni virðast komast á skrið um þessar mundir spáir HMS minni fjölgun íbúða árið 2026 en á þessu ári og því næsta. HMS gerir ráð fyrir að 3.024 nýjar fullbúnar íbúðir verði klárar á þessu ári, 2.897 á næsta ári og 2.323 árið 2026. Hvort það dugi til þess að mæta aukinni eftirspurn, bæði vegna lækkandi vaxta og aukinnar þarfar, á þó eftir að koma í ljós.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.