Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Það er erfitt að spá fyr­ir um þró­un íbúða­verðs

Það hefur reynst okkur í Hagfræðideild Landsbankans, eins og fleirum, erfitt að spá fyrir um þróun vísitölu íbúðaverðs síðustu mánuði, enda hefur vísitalan sveiflast óvenju mikið milli mánaða.
Hús í Reykjavík
30. október 2023

Vaxtahækkanir hafa kælt fasteignamarkaðinn töluvert, sem sést vel á því að fjöldi kaupsamninga á mánuði hefur dregist saman, íbúðir eru lengur að seljast og hlutfall kaupsamninga þar sem íbúðir eru seldar undir ásettu verði hefur hækkaði. Árshækkun íbúðaverðs minnkaði niður í 2,6% í september eftir að hafa náð hámarki í 25,5% í júlí í fyrra.

Auknar sveiflur torvelda yfirsýn

Undanfarna tvo mánuði hefur vísitala íbúðaverðs á hinn bóginn tekið upp á því að hækka aftur, eftir að hafa lækkað mánuðina þar á undan. Nýbirt vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir september hækkaði til að mynda um 1,4%, eftir að hafa hækkað um 0,7% í ágúst. Þessar hækkanir komu okkur töluvert á óvart, enda telst 1,4% hækkun á milli mánaða vera töluverð. Miðað við helstu áhrifaþætti á íbúðaverð er erfitt að sjá rökrétta ástæðu fyrir svo mikilli hækkun á vísitölunni. Ein möguleg skýring á auknum sveiflum síðustu mánuði er að það eru færri samningar að baki útreikningi á íbúðaverðsvísitölunni sökum þess að færri eignir eru að seljast. Þekkt er að vísitala fyrir sérbýli sveiflast meira en vísitala fyrir fjölbýli, bæði vegna þess að miklu færri sérbýli ganga kaupum og sölum, en einnig vegna þess að sérbýli eru misjafnari að sniði og verðið á stærra bili en fyrir fjölbýli. Eftir því sem kaupsamningar eru fleiri, því minna sveiflast verðvísitalan og öfugt. Samsetning þeirra kaupsamninga sem eru notaðir við mánaðarlegan útreikning getur því haft nokkur áhrif.

Hafa hlutdeildarlán haft áhrif til hækkunar?

Einnig er vert að velta því upp hvaða áhrif útvíkkun á úrræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um svokölluð hlutdeildarlán getur haft á vísitölu íbúðaverðs. Fyrstu hlutdeildarlánin voru veitt árið 2020 og voru langflest slík lán veitt árið 2021, 297 talsins. Síðan hefur dregið verulega úr fjölda nýrra hlutdeildarlána vegna þess að íbúðaverð hækkaði töluvert umfram þau skilyrði sem sett voru um lánin. Í júní á þessu ári var hámarksverð íbúða og tekjuviðmið umsækjanda hækkað, auk þess sem úthlutunartímabilum var fjölgað úr 6 í 12. Samkvæmt frétt HMS frá 5. október hafa hlutdeildarlánin tekið við sér eftir útvíkkun á úrræðinu og 102 hlutdeildarlán verið veitt á þessu ári, þar af 65 á þriðja ársfjórðungi, eða í júlí, ágúst og september. Hlutdeildarlánin virðast því ýta undir eftirspurnarþrýsting á fasteignamarkaðnum.

Hlutdeildarlán eru að langmestu leyti veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Fermetraverð á nýjum íbúðum er alla jafna töluvert hærra en á eldri íbúðum. Samkvæmt mánaðarskýrslu HMS fyrir júní var söluverð á fermetra í nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu 867 þúsund kr., en 716 þúsund kr. fyrir aðrar íbúðir. Þegar kaupsamningum vegna nýrra eigna fjölgar og þeir koma inn í útreikning vísitölunnar í gegnum hlutdeildarlánaúrræðið, á sama tíma og heildarfjöldi kaupsamninga höfuðborgarsvæðinu er að dragast saman, þá hljóta að vakna spurningar um hvort hlutdeildarlánin ýti ekki undir hækkun á vísitölu íbúðaverðs.

Áhrif á þróun stýrivaxta?

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað við síðustu vaxtaákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Meðal þess sem nefndin benti á var að verðbólga hefði á suma mælikvarða hjaðnað og óvissa væri um framvindu efnahagsþróunar næstu mánuði. Í nýrri hagspá okkar til ársins 2026, sem við kynntum fyrir rúmlega viku, spáðum við því að stýrivextir hefðu náð toppi, en myndu haldast háir fram á mitt næsta ár. Það veldur því óneitanlega áhyggjum ef vísitala íbúðaverðs, sem er liður í útreikningi á vísitölu neysluverðs, hækkar enn meira vegna hlutdeildarlánanna.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 25. október 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.