Stuðn­ings­að­gerð­ir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins um­svifa­mikl­ar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Alþingishús
8. júní 2021 - Hagfræðideild

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Hlutabætur vegna atvinnuleysis vega þyngst af aðgerðunum, en næst kemur frestun skattgreiðslna, sem auðvitað er ekki bein útgjöld. Sé litið yfir tímaferilinn voru frestun skattgreiðslna, hlutabætur og greiðsla launa á uppsagnarfresti umfangsmestar fyrstu mánuðina, en síðustu mánuði hafa tekjufalls- og viðspyrnustyrkir verið áberandi.

Á þessu ári hafa rúmir 15 ma.kr. verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins. Um 2,5 ma.kr. hafa verið greiddir í lokunarstyrki frá því faraldurinn skall á. Þá hafa landsmenn tekið út séreignarsparnað að upphæð 27 ma.kr., en heimild til þess gildir út árið. Þessum úttektum hafa fylgt töluverðar skatttekjur fyrir ríkissjóð en að sama skapi skerðast skatttekjur í framtíðinni.

Á tímabilinu hafa um 7,7 ma.kr. verið endurgreiddir af virðisaukaskatti vegna framkvæmda við húsnæði og bílaviðgerða.

Sjálfvirk viðbrögð ríkisfjármálanna hafa verið umfangsmikil, en í því felst t.d. að tekjur af tekjusköttum og tryggingagjaldi lækka og útgjöld vegna atvinnuleysis hækka miðað við breytt ástand. Í nýjum tillögum um fjármálaáætlun kemur fram að mótvægisaðgerðir stjórnvalda árin 2020 og 2021 nema um 200 mö.kr. á þessum tveimur árum, sem kemur til viðbótar áhrifum hinna sjálfvirku sveiflujafnara ríkisfjármálanna, en þau eru metin um 200 ma.kr. yfir sama tíma. Samanlagt umfang ráðstafana í ríkisfjármálum nam því 6,1% af landsframleiðslu í fyrra og verður um 7% í ár. Til samanburðar nema beinar ráðstafanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem samþykktar voru í þinginu í desember í fyrra og mars á þessu ári, alls um 2.800 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 13,5% af landsframleiðslu. Umfang sjálfvirkra sveiflujafnara í ríkisfjármálunum er hins vegar mun minna í Bandaríkjunum en hér á landi.

Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Þar er um er að ræða fjórða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en áður voru samþykktir svipaðir pakkar í mars, apríl og nóvember í fyrra. Nú er komið fram frumvarp til fjáraukalaga til þess að samþykkja fjárheimildir vegna þessara aðgerða. Þetta er því annað árið í röð sem fjáraukalög verða samþykkt á fyrri hluta árs, sem er nokkuð einstakt. Umfang þessara tillagna er það mikið að ekki er unnt að fjármagna þær með öðrum úrræðum laga um opinber fjármál, og því þarf fjáraukalög til.

Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur