Stuðn­ings­að­gerð­ir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins um­svifa­mikl­ar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Alþingishús
8. júní 2021 - Hagfræðideild

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Hlutabætur vegna atvinnuleysis vega þyngst af aðgerðunum, en næst kemur frestun skattgreiðslna, sem auðvitað er ekki bein útgjöld. Sé litið yfir tímaferilinn voru frestun skattgreiðslna, hlutabætur og greiðsla launa á uppsagnarfresti umfangsmestar fyrstu mánuðina, en síðustu mánuði hafa tekjufalls- og viðspyrnustyrkir verið áberandi.

Á þessu ári hafa rúmir 15 ma.kr. verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins. Um 2,5 ma.kr. hafa verið greiddir í lokunarstyrki frá því faraldurinn skall á. Þá hafa landsmenn tekið út séreignarsparnað að upphæð 27 ma.kr., en heimild til þess gildir út árið. Þessum úttektum hafa fylgt töluverðar skatttekjur fyrir ríkissjóð en að sama skapi skerðast skatttekjur í framtíðinni.

Á tímabilinu hafa um 7,7 ma.kr. verið endurgreiddir af virðisaukaskatti vegna framkvæmda við húsnæði og bílaviðgerða.

Sjálfvirk viðbrögð ríkisfjármálanna hafa verið umfangsmikil, en í því felst t.d. að tekjur af tekjusköttum og tryggingagjaldi lækka og útgjöld vegna atvinnuleysis hækka miðað við breytt ástand. Í nýjum tillögum um fjármálaáætlun kemur fram að mótvægisaðgerðir stjórnvalda árin 2020 og 2021 nema um 200 mö.kr. á þessum tveimur árum, sem kemur til viðbótar áhrifum hinna sjálfvirku sveiflujafnara ríkisfjármálanna, en þau eru metin um 200 ma.kr. yfir sama tíma. Samanlagt umfang ráðstafana í ríkisfjármálum nam því 6,1% af landsframleiðslu í fyrra og verður um 7% í ár. Til samanburðar nema beinar ráðstafanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem samþykktar voru í þinginu í desember í fyrra og mars á þessu ári, alls um 2.800 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 13,5% af landsframleiðslu. Umfang sjálfvirkra sveiflujafnara í ríkisfjármálunum er hins vegar mun minna í Bandaríkjunum en hér á landi.

Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Þar er um er að ræða fjórða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en áður voru samþykktir svipaðir pakkar í mars, apríl og nóvember í fyrra. Nú er komið fram frumvarp til fjáraukalaga til þess að samþykkja fjárheimildir vegna þessara aðgerða. Þetta er því annað árið í röð sem fjáraukalög verða samþykkt á fyrri hluta árs, sem er nokkuð einstakt. Umfang þessara tillagna er það mikið að ekki er unnt að fjármagna þær með öðrum úrræðum laga um opinber fjármál, og því þarf fjáraukalög til.

Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur