Stuðn­ings­að­gerð­ir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs­ins um­svifa­mikl­ar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Alþingishús
8. júní 2021 - Hagfræðideild

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Hlutabætur vegna atvinnuleysis vega þyngst af aðgerðunum, en næst kemur frestun skattgreiðslna, sem auðvitað er ekki bein útgjöld. Sé litið yfir tímaferilinn voru frestun skattgreiðslna, hlutabætur og greiðsla launa á uppsagnarfresti umfangsmestar fyrstu mánuðina, en síðustu mánuði hafa tekjufalls- og viðspyrnustyrkir verið áberandi.

Á þessu ári hafa rúmir 15 ma.kr. verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins. Um 2,5 ma.kr. hafa verið greiddir í lokunarstyrki frá því faraldurinn skall á. Þá hafa landsmenn tekið út séreignarsparnað að upphæð 27 ma.kr., en heimild til þess gildir út árið. Þessum úttektum hafa fylgt töluverðar skatttekjur fyrir ríkissjóð en að sama skapi skerðast skatttekjur í framtíðinni.

Á tímabilinu hafa um 7,7 ma.kr. verið endurgreiddir af virðisaukaskatti vegna framkvæmda við húsnæði og bílaviðgerða.

Sjálfvirk viðbrögð ríkisfjármálanna hafa verið umfangsmikil, en í því felst t.d. að tekjur af tekjusköttum og tryggingagjaldi lækka og útgjöld vegna atvinnuleysis hækka miðað við breytt ástand. Í nýjum tillögum um fjármálaáætlun kemur fram að mótvægisaðgerðir stjórnvalda árin 2020 og 2021 nema um 200 mö.kr. á þessum tveimur árum, sem kemur til viðbótar áhrifum hinna sjálfvirku sveiflujafnara ríkisfjármálanna, en þau eru metin um 200 ma.kr. yfir sama tíma. Samanlagt umfang ráðstafana í ríkisfjármálum nam því 6,1% af landsframleiðslu í fyrra og verður um 7% í ár. Til samanburðar nema beinar ráðstafanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem samþykktar voru í þinginu í desember í fyrra og mars á þessu ári, alls um 2.800 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 13,5% af landsframleiðslu. Umfang sjálfvirkra sveiflujafnara í ríkisfjármálunum er hins vegar mun minna í Bandaríkjunum en hér á landi.

Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Þar er um er að ræða fjórða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en áður voru samþykktir svipaðir pakkar í mars, apríl og nóvember í fyrra. Nú er komið fram frumvarp til fjáraukalaga til þess að samþykkja fjárheimildir vegna þessara aðgerða. Þetta er því annað árið í röð sem fjáraukalög verða samþykkt á fyrri hluta árs, sem er nokkuð einstakt. Umfang þessara tillagna er það mikið að ekki er unnt að fjármagna þær með öðrum úrræðum laga um opinber fjármál, og því þarf fjáraukalög til.

Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Matvöruverslun
2. ágúst 2022

Vikubyrjun 2. ágúst 2022

Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni.
Akureyri
27. júlí 2022

Uppbygging utan höfuðborgarsvæðisins ekki meiri síðan 2008

Utan höfuðborgarsvæðisins hafa ekki fleiri íbúðir verið í byggingu síðan 2008. Samkvæmt tölum Hagstofunnar virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hefur þó hækkað enn hraðar en innan þess. Af einstaka landshlutum er uppbygging mest á Suðurlandi þar sem yfir 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri.
Ferðafólk
26. júlí 2022

Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Flugvél
25. júlí 2022

Vikubyrjun 25. júlí 2022

Helsti drifkraftur hækkunar vísitölu neysluverðs á milli mánaða í júlí eru flugfargjöld sem hækkuðu um 38% milli mánaða.
Flugvél á flugvelli
22. júlí 2022

Verðbólgan töluvert meiri en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,17% milli mánaða í júlí og hækkaði ársverðbólgan úr 8,8% í 9,9%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við teljum að verðbólgan muni ná hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá 10,3%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun.
Fasteignir
20. júlí 2022

Enn mælist mikil hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,2% milli maí og júní sem er meiri hækkun en við áttum von á. Vísbendingar höfðu borist um rólegri markað þó það sjáist ekki enn í tölum um verðþróun. Verðbólguspáin okkar fyrir júlímánuð færist við þetta úr 9,2% í 9,3% verðbólgu.
Flugvöllur
18. júlí 2022

Vikubyrjun 18. júlí 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176.000 í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fjöldi brottfara er nú 90% af fjöldanum í júní 2019.
Evrópsk verslunargata
15. júlí 2022

Kortavelta heimilanna færist út fyrir landsteinana

Kortavelta innlendra greiðslukorta heimilanna jókst alls um 10,2% á milli ára í júní, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 113,6% milli ára miðað við fast gengi en um er að ræða enn einn metmánuðinn. Neysla Íslendinga innanlands í júnímánuði hefur aftur á móti ekki mælst minni síðan fyrir faraldurinn sem bendir til þess að áhrif faraldursins á neyslu, þar sem meiri neysla átti sér stað innanlands en erlendis, séu að fjara út.
Bananar
13. júlí 2022

Spáum 9,2% verðbólgu í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli júní og júlí. Gangi spáin eftir fer ársverðbólga upp í 9,2%, en hún mældist 8,8% í júní. Við eigum von á að verðbólga fari hæst í 9,5% í ágúst áður en hún lækkar aftur.
Ferðamenn
12. júlí 2022

Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur