Sterk­ur vinnu­mark­að­ur hér á landi eins og víða á Vest­ur­lönd­um

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan. Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.
Þjóðvegur
25. apríl 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í mars 4,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Alls voru 9.608 á atvinnuleysisskrá í lok mars, 5.416 karlar og 4.192 konur. Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því minnkað um 6,7 prósentustig.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða eilítið minna í aprílmánuði, í kringum 4,5%. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi verið svipað og í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á.

Atvinnuleysi minnkaði mest um 0,6 prósentustig milli mánaða á Vesturlandi og á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er áfram langmest á Suðurnesjum. Það hefur nú verið undir 10% á Suðurnesjum í átta mánuði, en fór hæst í 24,5% í mars 2021. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum fór í fyrsta skipti niður fyrir 10% í febrúar en hæst fór það í 28,5% í mars 2021.

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan.

Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.

Fjöldi nýrra auglýstra starfa hjá Vinnumálastofnun jókst nokkuð í mars eftir að hafa verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bilinu 4-500. Staðan í mars er því álíka og í september í fyrra þegar átaki í atvinnumálum var að ljúka, en töluvert meira en var í upphafi ársins 2021.

Enn sem komið er flokkast stór hluti þessara starfa sem átaks- og reynsluverkefni. Þannig hafa um þrír fjórðu hlutar nýrra auglýstra starfa verið átaks- og reynsluverkefni fyrstu tvo mánuði ársins 2022. Hæst fór þetta hlutfall í næstum 100% í apríl og maí 2021, en hefur farið lækkandi, reyndar með nokkrum sveiflum.

Atvinnuleysi hefur nú verið svipað í sex mánuði og lítið eitt meira en var í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á. Góður árangur í baráttunni við atvinnuleysið hefur ekki hvað síst náðst með mikilli notkun ráðningarstyrkja. Ráðningarsambönd á grundvelli þessara styrkja hafa haldið nokkuð vel eins og reynsla fyrri ára hefur sýnt.

Baráttan gegn atvinnuleysinu hefur því gengið vel  hér eins og víða á Vesturlöndum. Reynslan segir að uppgangur atvinnulífs sem orsakast af kreppum vegna stríðsátaka, náttúruhamfara og faraldra er jafnan mun hraðari en t.d. í fjármálakreppum. Seinni heimstyrjöldin er dæmi um þetta, en í eftir hana var uppgangurinn tiltölulega hraður.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður hér á landi eins og víða á Vesturlöndum

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur