Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 7,2% í 7,6%. Við spáum því að verðbólgan muni halda áfram að aukast fram í ágúst þegar við gerum ráð fyrir að hún toppi í 8,2%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun verðbólgunnar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis haldi einnig áfram að aukast og að hún fari hæst í 6,2% í ágúst áður en hún hjaðnar á ný.
Þeir liðir sem vega langmest til hækkunar verðlags milli apríl og maí eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar reiknuð húsaleiga. Áhrif þessara liða eru samtals 0,57% af heildarhækkun vísitölunnar upp á 0,78%. Samkvæmt verðkönnun okkar hækkaði bensínverð um 2,2% og eru áhrif þess til hækkunar VNV 0,08%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Spáum því að verðbólga aukist milli mánaða og verði 7,6% í maí