Spá­um 7,5% verð­bólgu í ág­úst

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
Fataverslun
17. ágúst 2023

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði hefur mest áhrif til hækkunar, gangi spáin eftir. Á móti vegur ekki síst lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Áhrif útsöluloka og lækkunar flugfargjalda til útlanda eru árstíðabundin og segja lítið um undirliggjandi verðbólguþrýsting. Við búumst við að reiknuð húsaleiga lækki milli mánaða annan mánuðinn í röð. Þá teljum við að markaðsverð húsnæðis lækki um 0,8% en áhrif vaxtabreytinga verði til hækkunar, um 0,5 prósentustig.

Spáum því að reiknuð húsaleiga lækki

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí, samkvæmt mælingu HMS. Við gerum ráð fyrir að mæling Hagstofunnar, sem nær yfir landið allt, verði svipuð. Á móti gerum við ráð fyrir því að áhrif vaxtabreytinga verði 0,5% til hækkunar. Við gerum því ráð fyrir að liðurinn reiknuð húsaleiga lækki um 0,3% í ágúst. Áhrif vaxtahækkana hafa komið skýrt fram á íbúðamarkaði og við gerum ráð fyrir að vísitala íbúðaverðs lækki áfram lítillega næstu mánuði. Íbúðaverð hefur þó sveiflast nokkuð síðustu mánuði og því eins líklegt að það hækki einhverja mánuði, þó þróunin verði líklega niður á við.

Sumarútsölurnar ganga til baka

Verðlækkun á sumarútsölum í júlí var nokkuð rífleg og föt og skór lækkuðu um 8,7% milli mánaða. Þegar faraldurinn stóð yfir dró verulega úr áhrifum útsala og nam lækkunin til að mynda aðeins 3,6% í júlí 2020 og 5% í júlí 2021. Útsölurnar í ár voru því áþekkar því sem var fyrir faraldur þegar föt og skór lækkuðu yfirleitt í kringum 10%. Áhrif útsöluloka koma yfirleitt fram bæði í ágúst og september og gerum við ráð fyrir því að liðurinn föt og skór hækki um 4,8% í ágúst.

Við gerum einnig ráð fyrir að liðurinn húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hækki í ágúst vegna útsöluloka og spáum um 1,2% hækkun.

Bensínverð hækkar og flugfargjöld lækka í ágúst

Samkvæmt verðmælingu okkar er meðalverð á bensínlítranum á höfuðborgarsvæðinu nú 309,2 krónur en var 307,2 krónur í júlí. Lítri af dísilolíu kostar 305,8 krónur og er óbreytt frá júlí. Vægi bensíns í vísitölunni er meira en dísilolíu og gerum við ráð fyrir að liðurinn bensín og dísilolía hækki um 0,5% milli mánaða.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins var að meðaltali 23% dýrara að fljúga til útlanda en á sama tímabili í fyrra. Í júní og júlí dróst þessi munur verulega saman og flugfargjöld voru aðeins 2% dýrari í júlí í ár en í fyrra. Sú þróun kom okkur nokkuð á óvart, enda virðist vera mikil eftirspurn eftir flugi sem sést meðal annars á mikilli sætanýtingu hjá Icelandair og Play. Í spá okkar til næstu mánaða gerum við ráð fyrir að verð á flugfargjöldum til útlanda verði svipað og í fyrra. Þó er gott að hafa í huga að verð á flugfargjöldum sveiflast töluvert og erfitt að spá fyrir um breytingar milli stakra mánuða.

Spá um ágústmælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 14,9% 0,2% 0,03%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,3% 0,01%
Föt og skór 3,6% 4,8% 0,17%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,7% 0,4% 0,04%
- Reiknuð húsaleiga 19,0% -0,3% -0,05%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 6,3% 1,2% 0,07%
Heilsa 3,7% 0,1% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,2% 0,01%
- Kaup ökutækja 6,2% 0,0% 0,00%
- Bensín og díselolía 2,9% 0,5% 0,01%
- Flugfargjöld til útlanda 2,3% -8,5% -0,19%
Póstur og sími 1,7% -0,5% -0,01%
Tómstundir og menning 9,9% 0,0% 0,00%
Menntun 1,0% 1,0% 0,01%
Hótel og veitingastaðir 5,4% 0,8% 0,04%
Aðrar vörur og þjónusta 7,3% 0,4% 0,03%
Alls 100,0%   0,18%

Spáum 6,2% verðbólgu í nóvember

Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að vísitalan lækki um 0,07% milli mánaða í september, hækki um 0,08% í október og lækki síðan um 0,16% í nóvember. Gangi spáin eftir verður verðbólga 7,3% í september, 6,7% í október og 6,2% í nóvember. Þetta er minni verðbólga en í síðustu spá sem við birtum eftir júlímælingu Hagstofunnar. Munurinn skýrist nær eingöngu af því að við gerum ráð fyrir lítilsháttar lækkun á húsnæði næstu mánuði.

Töluverð óvissa er um þróun á bæði íbúðaverði og flugfargjöldum til útlanda næstu mánuði, stórum liðum í vísitölunni sem gætu sveiflast nokkuð. Ef verðþróun á flugfargjöldum verður til dæmis nær því sem var á fyrstu mánuðum ársins yrði verðbólgan meiri en við spáum hér.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur