Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um 7,5% verð­bólgu í ág­úst

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
Fataverslun
17. ágúst 2023

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði hefur mest áhrif til hækkunar, gangi spáin eftir. Á móti vegur ekki síst lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Áhrif útsöluloka og lækkunar flugfargjalda til útlanda eru árstíðabundin og segja lítið um undirliggjandi verðbólguþrýsting. Við búumst við að reiknuð húsaleiga lækki milli mánaða annan mánuðinn í röð. Þá teljum við að markaðsverð húsnæðis lækki um 0,8% en áhrif vaxtabreytinga verði til hækkunar, um 0,5 prósentustig.

Spáum því að reiknuð húsaleiga lækki

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí, samkvæmt mælingu HMS. Við gerum ráð fyrir að mæling Hagstofunnar, sem nær yfir landið allt, verði svipuð. Á móti gerum við ráð fyrir því að áhrif vaxtabreytinga verði 0,5% til hækkunar. Við gerum því ráð fyrir að liðurinn reiknuð húsaleiga lækki um 0,3% í ágúst. Áhrif vaxtahækkana hafa komið skýrt fram á íbúðamarkaði og við gerum ráð fyrir að vísitala íbúðaverðs lækki áfram lítillega næstu mánuði. Íbúðaverð hefur þó sveiflast nokkuð síðustu mánuði og því eins líklegt að það hækki einhverja mánuði, þó þróunin verði líklega niður á við.

Sumarútsölurnar ganga til baka

Verðlækkun á sumarútsölum í júlí var nokkuð rífleg og föt og skór lækkuðu um 8,7% milli mánaða. Þegar faraldurinn stóð yfir dró verulega úr áhrifum útsala og nam lækkunin til að mynda aðeins 3,6% í júlí 2020 og 5% í júlí 2021. Útsölurnar í ár voru því áþekkar því sem var fyrir faraldur þegar föt og skór lækkuðu yfirleitt í kringum 10%. Áhrif útsöluloka koma yfirleitt fram bæði í ágúst og september og gerum við ráð fyrir því að liðurinn föt og skór hækki um 4,8% í ágúst.

Við gerum einnig ráð fyrir að liðurinn húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hækki í ágúst vegna útsöluloka og spáum um 1,2% hækkun.

Bensínverð hækkar og flugfargjöld lækka í ágúst

Samkvæmt verðmælingu okkar er meðalverð á bensínlítranum á höfuðborgarsvæðinu nú 309,2 krónur en var 307,2 krónur í júlí. Lítri af dísilolíu kostar 305,8 krónur og er óbreytt frá júlí. Vægi bensíns í vísitölunni er meira en dísilolíu og gerum við ráð fyrir að liðurinn bensín og dísilolía hækki um 0,5% milli mánaða.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins var að meðaltali 23% dýrara að fljúga til útlanda en á sama tímabili í fyrra. Í júní og júlí dróst þessi munur verulega saman og flugfargjöld voru aðeins 2% dýrari í júlí í ár en í fyrra. Sú þróun kom okkur nokkuð á óvart, enda virðist vera mikil eftirspurn eftir flugi sem sést meðal annars á mikilli sætanýtingu hjá Icelandair og Play. Í spá okkar til næstu mánaða gerum við ráð fyrir að verð á flugfargjöldum til útlanda verði svipað og í fyrra. Þó er gott að hafa í huga að verð á flugfargjöldum sveiflast töluvert og erfitt að spá fyrir um breytingar milli stakra mánuða.

Spá um ágústmælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 14,9% 0,2% 0,03%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,3% 0,01%
Föt og skór 3,6% 4,8% 0,17%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,7% 0,4% 0,04%
- Reiknuð húsaleiga 19,0% -0,3% -0,05%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 6,3% 1,2% 0,07%
Heilsa 3,7% 0,1% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,2% 0,01%
- Kaup ökutækja 6,2% 0,0% 0,00%
- Bensín og díselolía 2,9% 0,5% 0,01%
- Flugfargjöld til útlanda 2,3% -8,5% -0,19%
Póstur og sími 1,7% -0,5% -0,01%
Tómstundir og menning 9,9% 0,0% 0,00%
Menntun 1,0% 1,0% 0,01%
Hótel og veitingastaðir 5,4% 0,8% 0,04%
Aðrar vörur og þjónusta 7,3% 0,4% 0,03%
Alls 100,0%   0,18%

Spáum 6,2% verðbólgu í nóvember

Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að vísitalan lækki um 0,07% milli mánaða í september, hækki um 0,08% í október og lækki síðan um 0,16% í nóvember. Gangi spáin eftir verður verðbólga 7,3% í september, 6,7% í október og 6,2% í nóvember. Þetta er minni verðbólga en í síðustu spá sem við birtum eftir júlímælingu Hagstofunnar. Munurinn skýrist nær eingöngu af því að við gerum ráð fyrir lítilsháttar lækkun á húsnæði næstu mánuði.

Töluverð óvissa er um þróun á bæði íbúðaverði og flugfargjöldum til útlanda næstu mánuði, stórum liðum í vísitölunni sem gætu sveiflast nokkuð. Ef verðþróun á flugfargjöldum verður til dæmis nær því sem var á fyrstu mánuðum ársins yrði verðbólgan meiri en við spáum hér.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.