Þeir liðir sem vega langmest til hækkunar verðlags og þar með aukna verðbólgu núna í mars eru föt og skór, íbúðaverð og dæluverð á eldsneyti. Samtals skýra þessir liðir um þrjá fjórðu af heildarhækkun verðlags milli febrúar og mars samkvæmt spánni.
Samkvæmt verðmælingu okkar hækkaði dæluverð um 7,8% í mars ef það reynist rétt væri það mesta hækkun á eldsneytisverði síðan í apríl 2009. Algengt verð á bensínlítranum er nú tæplega 300 krónur og nokkrum krónum lægra fyrir dísillítrann.
Lesa Hagsjána í heild:









