VNV hækkaði um 0,4% milli mánaða í maí og þá lækkaði verðbólgan úr 4,6% í 4,4%. Hækkun vísitölunnar milli mánaða var töluvert meiri en við áttum von á, en það skýrist einkum af meiri hækkun húsnæðiskostnaðar en reiknað var með.
Við eigum von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði. Spá okkar gerir ráð fyrir að VNV verði óbreytt milli mánaða í júlí, hækki svo um 0,3% í ágúst og september. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 4,0% í september, eða við efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands