VNV hækkaði um 0,16% milli mánaða í júlí og var 12 mánaða verðbólga 4,3%, óbreytt frá fyrri mánuði. Breytingin milli mánaða var ívið minni en við spáðum en við höfðum gert ráð fyrir 0,26% hækkun vísitölunnar.
Mest áhrif til hækkunar milli mánaða höfðu flugfargjöld til útlanda, kostnaður við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) og bensín og dísilolía. Mest áhrif til lækkunar höfðu föt og skór (sumarútsölur) og matur og drykkur. Síðastnefndi liðurinn var sá liður sem helst skýrir mismuninn á spánni okkar og endanlegri tölu.