Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,1%. Bráðabirgðaspá okkar til næstu þriggja mánaða er eftirfarandi:
- Maí: +0,25% milli mánaða, 3,8% ársverðbólga
- Júní: +0,24% milli mánaða, 3,6% ársverðbólga
- Júlí: -0,27% milli mánaða, 3,3% ársverðbólga
Stærstu óvissuþættir núna eru erlendir. Verðbólga í viðskiptalöndunum okkar og flutningskostnaður milli landa er hvoru tveggja að hækka. Óvíst er að hversu miklu leyti þetta mun skila sér í innlendu verðlagi og hversu hratt. Innanlands er líklega mest óvissa um þróun húsnæðisverðs.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Spáum 4,1% verðbólgu í apríl - áfram yfir markmiði Seðlabankans