Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í febrúar
Peningastefnunefnd fundar 7. og 8. febrúar en ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 9. febrúar. Þetta er fyrsti vaxtaákvörðunarfundur ársins en síðasti fundur nefndarinnar var í nóvember en þá voru stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig úr 1,5% upp í 2%.
Mikil og óvænt hækkun verðlags í janúar
Það er óhætt að segja að verðbólgumælingin í janúar hafi komið flestum í opna skjöldu. Vísitalan hækkaði um 0,5% sem var mesta hækkun hennar síðan í janúar 2009. Síðustu ár hefur venjan verið að vísitalan lækki í janúar og þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna hækkun í janúar. Verðbólgan í janúar reyndist vera 5,7% sem er mesta 12 mánaða verðbólga síðan í apríl 2012. Verðbólga án húsnæðis hækkaði einnig verulega og mældist hún 3,7%. Hún hækkaði úr 3,3% í desember og hefur því aftur leitað upp á við eftir að hafa farið niður í 3% í nóvember. Verðbólga í kjarnavísitölu 4, sem undanskilur mikið af sveiflukenndum liðum og er því ágætis mælikvarði á verðbólguþrýsting, var 3,2% og hafði hækkað úr 2,5% í nóvember.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í febrúar