Rík­is­reikn­ing­ur 2020 – nei­kvæð af­koma en ódýr­ara að fjár­magna mik­inn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021 - Hagfræðideild

Fjársýsla ríkisins hefur nú birt ríkisreikning fyrir árið 2020 og er niðurstaðan sú að rekstrarafkoman var neikvæð um 144 ma.kr. til samanburðar við 42 ma.kr. afgang árið 2019. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 801 mö.kr. á árinu 2020 og lækkuðu um 3,4%. Rekstrargjöld voru 990 ma.kr. og jukust um 22,4%. Þar með er ekki öll sagan sögð. Afkoma ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi er ekki alveg sambanburðarhæf við tölur í fjármálaáætlun og fjárlögum. Til að fá réttan samanburð þarf að aðlaga niðurstöðu ríkisreiknings að þeim hagskýrslustaðli sem notaður er í fjárlögum og fjármálaáætlun.

Á þeim grunni var heildarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 218 ma.kr. í fyrra sem er um 208 ma.kr. lakari niðurstaða en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Fjárlög ársins 2020 gerðu hins vegar ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 10 ma.kr.

Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 2.300 ma.kr., og höfðu hækkað um tæp 20% milli ára að nafnvirði. Langtímaskuldir voru um 1.085 ma.kr. og hækkuðu um tæp 15%. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar voru 746 ma.kr. í lok árs 2020 og jukust um rúm 3% sem er mun minna en var árin þar á undan. Skammtímaskuldir jukust mikið á milli ára eða um tæp 83%.

Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% miðað við þessa skilgreiningu, en landsframleiðslan dróst líka saman í fyrra. Til samanburðar fóru skuldir ríkissjóðs upp undir 110% af landsframleiðslu á árinu 2011.

Þrátt fyrir skuldaukningu lækkuðu vaxtagjöld ríkissjóðs um rúm 3% milli 2019 og 2020, en vaxtatekjur þrefölduðust milli ára. Vaxtajöfnuður batnaði þannig um u.þ.b. 10 ma.kr. milli ára og var um 46 ma.kr. á árinu 2020.

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er nokkuð ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur