Rík­is­reikn­ing­ur 2020 – nei­kvæð af­koma en ódýr­ara að fjár­magna mik­inn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021 - Hagfræðideild

Fjársýsla ríkisins hefur nú birt ríkisreikning fyrir árið 2020 og er niðurstaðan sú að rekstrarafkoman var neikvæð um 144 ma.kr. til samanburðar við 42 ma.kr. afgang árið 2019. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 801 mö.kr. á árinu 2020 og lækkuðu um 3,4%. Rekstrargjöld voru 990 ma.kr. og jukust um 22,4%. Þar með er ekki öll sagan sögð. Afkoma ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi er ekki alveg sambanburðarhæf við tölur í fjármálaáætlun og fjárlögum. Til að fá réttan samanburð þarf að aðlaga niðurstöðu ríkisreiknings að þeim hagskýrslustaðli sem notaður er í fjárlögum og fjármálaáætlun.

Á þeim grunni var heildarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 218 ma.kr. í fyrra sem er um 208 ma.kr. lakari niðurstaða en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Fjárlög ársins 2020 gerðu hins vegar ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 10 ma.kr.

Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 2.300 ma.kr., og höfðu hækkað um tæp 20% milli ára að nafnvirði. Langtímaskuldir voru um 1.085 ma.kr. og hækkuðu um tæp 15%. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar voru 746 ma.kr. í lok árs 2020 og jukust um rúm 3% sem er mun minna en var árin þar á undan. Skammtímaskuldir jukust mikið á milli ára eða um tæp 83%.

Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% miðað við þessa skilgreiningu, en landsframleiðslan dróst líka saman í fyrra. Til samanburðar fóru skuldir ríkissjóðs upp undir 110% af landsframleiðslu á árinu 2011.

Þrátt fyrir skuldaukningu lækkuðu vaxtagjöld ríkissjóðs um rúm 3% milli 2019 og 2020, en vaxtatekjur þrefölduðust milli ára. Vaxtajöfnuður batnaði þannig um u.þ.b. 10 ma.kr. milli ára og var um 46 ma.kr. á árinu 2020.

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er nokkuð ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur