Rík­is­reikn­ing­ur 2020 – nei­kvæð af­koma en ódýr­ara að fjár­magna mik­inn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021 - Greiningardeild

Fjársýsla ríkisins hefur nú birt ríkisreikning fyrir árið 2020 og er niðurstaðan sú að rekstrarafkoman var neikvæð um 144 ma.kr. til samanburðar við 42 ma.kr. afgang árið 2019. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 801 mö.kr. á árinu 2020 og lækkuðu um 3,4%. Rekstrargjöld voru 990 ma.kr. og jukust um 22,4%. Þar með er ekki öll sagan sögð. Afkoma ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi er ekki alveg sambanburðarhæf við tölur í fjármálaáætlun og fjárlögum. Til að fá réttan samanburð þarf að aðlaga niðurstöðu ríkisreiknings að þeim hagskýrslustaðli sem notaður er í fjárlögum og fjármálaáætlun.

Á þeim grunni var heildarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 218 ma.kr. í fyrra sem er um 208 ma.kr. lakari niðurstaða en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Fjárlög ársins 2020 gerðu hins vegar ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 10 ma.kr.

Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 2.300 ma.kr., og höfðu hækkað um tæp 20% milli ára að nafnvirði. Langtímaskuldir voru um 1.085 ma.kr. og hækkuðu um tæp 15%. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar voru 746 ma.kr. í lok árs 2020 og jukust um rúm 3% sem er mun minna en var árin þar á undan. Skammtímaskuldir jukust mikið á milli ára eða um tæp 83%.

Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% miðað við þessa skilgreiningu, en landsframleiðslan dróst líka saman í fyrra. Til samanburðar fóru skuldir ríkissjóðs upp undir 110% af landsframleiðslu á árinu 2011.

Þrátt fyrir skuldaukningu lækkuðu vaxtagjöld ríkissjóðs um rúm 3% milli 2019 og 2020, en vaxtatekjur þrefölduðust milli ára. Vaxtajöfnuður batnaði þannig um u.þ.b. 10 ma.kr. milli ára og var um 46 ma.kr. á árinu 2020.

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er nokkuð ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur