Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Óvænt­ur kraft­ur í korta­veltu í maí

Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Strönd
14. júní 2024

Alls nam greiðslukortavelta heimila 113 mö.kr. í maí og jókst um 4,3% á milli ára, á föstu verðlagi. Innanlands jókst kortavelta íslenskra heimila um 2,3% að raunvirði í maí og erlendis um 12,2%, á föstu gengi. Nánast allt síðasta ár hefur kortavelta verið minni en í sama mánuði árið áður og því er athyglisvert hversu mikið hún færðist í aukana nú í maí. Aukningin kann að vera merki um kröftugri eftirspurn en búist var við. Eftirspurnarkrafturinn gæti átt þátt í að skýra aukna verðbólgu í maí. Hugsanlega spila kjarasamningsbundnar launahækkanir inn í og ekki síður kjarainnspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana.

Færri utanlandsferðir en aukin kortavelta 

Aukin kortavelta Íslendinga erlendis (+12,2%) er ekki síst athyglisverð í því ljósi að Íslendingar fóru mun færri utanlandsferðir í maí í ár en í maí í fyrra. Brottfarir Íslendinga til útlanda voru um 56 þúsund í maí, 5.600 færri en í maí í fyrra, og ferðum fækkaði því um 9,1% á milli ára. Á fyrstu fimm mánuðum ársins fóru Íslendingar um 236 þúsund sinnumaf landi brott en á sama tímabili í fyrra voru ferðirnarum 238 þúsund. Ferðum fækkaði því um 0,9% á milli ára. Það ber þó að hafa í huga að aukin kortavelta erlendis getur skýrst af aukinni netverslun við erlendar verslanir.

77% af kortaveltu heimila var á Íslandi og 23% erlendis og hlutfallið erlendis er svipað og verið hefur síðustu mánuði.Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 5,6 ma.kr. í maí. Almennt er halli á veturna en afgangur á sumrin og misjafnt hvort maímánuður kemur út í halla eða afgangi. 

Einkaneysla stendur í stað en ólík þróun eftir útgjaldaliðum 

Aukin kortavelta Íslendinga erlendis rímar ágætlega við það sem fram kemur í frétt Hagstofunnar með þjóðhagsreikningum. Einkaneysla stóð nánast í stað á fyrsta ársfjórðungi og í fréttinni kemur fram að innlend neysla Íslendinga hafi dregist saman en á móti hafi einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga til útlanda aukist. Kortaveltugögnin sem birt voru í dag sýna að jafnvel þótt ferðum Íslendinga hafi fækkað jókst heildarkortavelta þeirra erlendis um 12,2%. 

Skýr kólnun í bílakaupum 

Í frétt Hagstofunnar með þjóðhagsreikningum kemur einnig fram að verulega hafi dregið úr neyslu varanlegra neysluvaraá fyrsta ársfjórðungi, eins og kaupum á bifreiðum. Samgöngustofa birtir gögn um nýskráningar á bílum og samkvæmt þeim hafa aðeins um 6.000 bílar verið skráðir það sem af er ári. Þótt fimm mánuðir séu liðnir af árinu er fjöldinn aðeins um fjórðungur af því sem var nýskráður allt síðasta ár.

Gögn Samgöngustofu taka ekki bara til bíla sem skráðir eru á einstaklinga heldur einnig bílaleigur. Í frétt á vefsíðu Bílgreinasambandsins segir að fólksbílar sem skráðir hafi verið á einstaklinga það sem af er ári séu tæpum 40% færri en á sama tíma í fyrra. Í maímánuði hafi samdrátturinn numið 56,7% á milli ára. Í maímánuði hafi einnig verið verulegur samdráttur í nýskráningum fólksbíla á fyrirtæki á milli ára en varla nokkur munur á fjölda fólksbíla sem skráðir eru á bílaleigur.  

Þessi mikli samdráttur endurspeglast í innflutningi á bílum. Verðmæti bílainnflutnings voru 42% minni í maí á þessu ári en í maí í fyrra, á föstu verðlagi. Samdrátturinná milli ára er svipaður fyrir innflutning áfyrstu fimm mánuðum ársins. 

Einnig má greina nokkuð skýr merki um að landsmenn hafi dregið úr lántöku vegna bílakaupa.Heildarlánsfjárhæð hreinna nýrra bílalána á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var 46% lægri en á sömu mánuðum í fyrra, á föstu verðlagi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.