Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í apríl 2012. Þetta var jafnframt mesta hækkun á verðlagi í janúar síðan í janúar 2009 en frá og með árinu 2014 hefur ekki mælst hækkun á verðlagi í janúar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,16% milli mánaða og mælist 3,7% verðbólga á þann mælikvarða í samanburði við 3,3% í desember.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun hittast 7. og 8. febrúar og verður stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar birt miðvikudaginn 9. febrúar. Þetta er því síðasta verðbólgumæling sem nefndin mun hafa til hliðsjónar. Það er nær öruggt Peningastefnunefndin hækki vexti á næsta fundi nefndarinnar. Verðbólgutölurnar í morgun auka verulega líkurnar á að tekið verði stærra skerf en ella.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Óvænt hækkun vísitölu neysluverðs í janúar, hæsta verðbólga síðan 2012