Op­in­ber fjár­fest­ing kem­ur ekki alltaf þótt hún hafi ver­ið áform­uð

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins er jafnan haldið í upphafi árs. Þar kynna opinberir aðilar þær verklegu framkvæmdir sem áformað er að bjóða út á árinu. Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á þinginu og þess að koma þeim í framkvæmd.
Alþingi
5. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins er jafnan haldið í upphafi árs. Þar kynna opinberir aðilar þær verklegu framkvæmdir sem áformað er að bjóða út á árinu. Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á þinginu og þess að koma þeim í framkvæmd.

Á síðasta útboðsþingi í lok janúar voru kynnt opinber verkefni fyrir um 139 ma.kr. Á þinginu í fyrra voru kynnt verkefni fyrir um 132 ma.kr. þannig að áætlað umfang nú er rúmum 7 mö.kr. meira en í fyrra.

Eftir þingið birtu Samtök iðnaðarins samanburð á þeim áætlunum sem komu fram á þinginu 2020 og því sem framkvæmt var á árinu. Þar kemur í ljós að töluvert var í land með að áætlanir aðila gengju upp. Af tölunum að dæma sést að í kringum 70% áætlana hafi komist til framkvæmda.

Heildarumfang opinberrar fjárfestingar birtist jafnan í þjóðhagsreikningum, bæði birt miðað við ársfjórðunga og heil ár. Á útboðsþingi ársins 2019 voru kynnt áform stærstu aðila upp á um 128 ma.kr. Niðurstaða þjóðhagsreikninga varðandi opinbera fjárfestingu á 2019 var um 108 ma.kr., eða um 80% af áformum. Birt voru áform um opinber verkefni upp á 132 ma.kr. í upphafi ársins 2020. Bráðabirgðaniðurstaða þjóðhagsreikninga fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2020 er um 66 ma.kr., eða innan við helmingur þess sem stefnt var að. Verði niðurstaða 4. ársfjórðungs í samræmi við þá þrjá fyrstu má ætla að opinber fjárfesting verði um 87 ma.kr. á árinu 2020, eða um 65% af áformum.

Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar og þess að koma þeim í framkvæmd. Því má segja að ákveðin léttúð tengist umræðu um komandi fjárfestingar opinberra aðila - það ætti að liggja fyrir að oft sé erfitt að koma þeim í framkvæmd, en þess er yfirleitt ekki getið í yfirlýsingum.

Minnkandi opinberar fjárfestingar eru óneitanlega nokkuð úr korti í ljósi þess að opinbert fjárfestingarátak hefur verið margboðað, t.d. í tengslum við endurskoðun fjármálastefnu vorið 2019, í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sl. vetur um aðgerðir vegna veirufaraldursins og í fjáraukalögum stuttu seinna. Allar þessar yfirlýsingar voru gerðar í ljósi þess að almenn atvinnuvegafjárfesting væri í lágmarki og nú væri rétti tíminn fyrir opinbera aðila að láta til sín taka. Fjárfesting ríkissjóðs var um 67 ma.kr. á árinu 2019 og með fjárlögum og fjáraukalögum hafði verið ákveðin aukning upp á 25 ma.kr. frá síðasta ári, eða 37%. Og aftur var boðað fjárfestingarátak í tengslum við fjármálaáætlun sem lögð var fram í þingbyrjun.

Því miður segir sagan að sum áforma um fjárfestingar séu hugsanlega birt full snemma og ekki sé víst að þau komi til framkvæmda. Auðvitað hefur faraldurinn á síðasta ári haft áhrif í þessu sambandi, en ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um stóraukna opinbera fjárfestingu, ekki síst í innviðum, hafa alls ekki staðist og ekki ólíklegt að stór opinber fjárfestingarbylgja kunni að koma samtímis því sem almenn atvinnuvegafjárfesting tekur við sér.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Opinber fjárfesting kemur ekki alltaf þótt hún hafi verið áformuð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
25. feb. 2021

4,1% verðbólga í febrúar – áfram yfir markmiði Seðlabankans

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,69% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólga nú 4,1% samanborið við 4,3% í janúar. Verðbólga er því enn yfir efri vikmörkum Seðlabankans um verðbólgumarkmið.
Smiður
24. feb. 2021

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar - kaupmáttur jókst um 5,8% milli ára

Launavísitalan hækkaði um 3,7% milli desember og janúar. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,3%. Þetta er mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.
Kauphöll
22. feb. 2021

Hagsjá: Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu mánuðum og verðhækkanir verið miklar. Frá áramótum hefur OMXI10 vísitalan hækkað um rúmlega 18% en það er mikil hækkun á svo skömmum tíma. Frá því að markaðurinn náði lágmarki í mars á síðasta ári hefur hann hækkað um tæplega 91%. Viðskipti á markaðnum hafa einnig aukist mikið á síðustu misserum og var desembermánuður metmánuður í fjölda viðskipta en þá voru hlutabréfaviðskipti tæplega 9.500.
Landsspítalinn
22. feb. 2021

Vikubyrjun 22. febrúar 2021

Það gengur mishratt að bólusetja gegn Covid-19 í helstu viðskiptalöndum okkar. Bólusetning gengur hraðast fyrir sig í Bretlandi og Bandaríkjunum, en mun hægar í Evrópusambandinu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Litríkir bolir á fataslá
19. feb. 2021

Neysla landsmanna innanlands meiri í janúar í ár en í fyrra

Neysla Íslendinga jókst um 2,5% innanlands miðað við fast verðlag í janúar og dróst saman um 46% erlendis miðað við fast gengi. Daglegt líf innanlands virðist smám saman vera að komast í eðlilegra horf eftir því sem slakað hefur verið á samkomutakmörkunum og má gera ráð fyrir því að neysla litist af því næstu mánuði.
Ferðamenn á jökli
18. feb. 2021

Atvinnuleysi mest á Íslandi af Norðurlöndunum

Vorið 2020 jókst atvinnuleysi á öllum Norðurlöndunum. Tímabundið var aukningin mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur komu meira til sögunnar en í hinum löndunum. Sé hins vegar litið á stöðuna í lok ársins, þegar hlutabæturnar voru farnar að skipta mun minna máli, má sjá að þróunin hér á landi er mjög frábrugðin hinum löndunum. Hér hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast og var komið yfir 10% í lok ársins. Frá miðju síðasta ári hefur atvinnuleysi verið óbreytt í Finnlandi en minnkað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Fjölbýlishús
17. feb. 2021

Óvenju lítil hækkun íbúðaverðs í janúar

Íbúðaverð hækkaði nokkuð minna milli mánaða í janúar en á fyrri mánuðum, eða aðeins um 0,1%. Of snemmt er að segja til um hvort almennt sé að hægja á verðhækkunum. Spenna virðist nokkur á markaði þar sem íbúðir seljast hraðar en áður og oft yfir ásettu verði. Þrátt fyrir það þróast íbúðaverð nokkuð hægt og í ágætu samræmi við verðlag annarra vara.
Háþrýstiþvottur
16. feb. 2021

Atvinnuleysi jókst minna í janúar en reikna mátti með

Á árinu 2000 voru konur með grunnskólapróf 67% atvinnulausra kvenna og konur með háskólapróf 7%. Á síðustu 20 árum hafa þessir tveir hópar þróast með algerlega gagnstæðum hætti. Hlutfall kvenna með grunnskólapróf af atvinnulausum konum hefur farið sífellt minnkandi og hlutfall háskólamenntaðra kvenna sífellt aukist. Í fyrra voru atvinnulausar konur með grunnskólamenntun 37% atvinnulausra kvenna og konur með háskólamenntun 33%.
Siglufjörður
15. feb. 2021

Mikil verðlækkun á gistingu hér á landi

Ein af afleiðingum minnkandi ferðalaga í heiminum eru almennar verðlækkanir á þjónustu hótela og gistiheimila. Verðlækkanirnar hafa þó verið mismiklar eftir löndum og skýrist það m.a. af því að farsóttin hefur haft mismikil áhrif á ferðaþjónustu hvers lands. Verðlækkun á gistingu hér á landi á síðasta ári var til að mynda mun meiri en að jafnaði í evrulöndunum.
Kranar á byggingarsvæði
15. feb. 2021

Vikubyrjun 15. febrúar 2021

Frá aldamótum hefur að jafnaði verið hafin bygging á fleiri íbúðum á hverja 100.000 íbúa hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum að meðaltali á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum, meðan fjöldinn er á bilinu 350-580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur