Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Óljós­ar horf­ur í ferða­þjón­ustu vegna svipt­inga í al­þjóða­sam­skipt­um

Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Gönguleið
16. apríl 2025

Heimsóknir erlendra ferðamanna hingað til lands hafa verið þó nokkuð færri á fyrstu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í mars síðastliðnum voru ferðamenn 13,8% færri en í mars í fyrra. Hluta af fækkuninni  má rekja til þess að í fyrra voru páskar í mars, en nú í apríl. Samkvæmt farþegatölum komu helmingi færri Bretar til landsins nú í mars en í fyrra, en vert er að nefna að bent hefur verið á að talningin stangist á við önnur gögn. Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað jókst kortavelta innanlands í janúar og febrúar. Í mars dróst hún þó saman um 5,3% á föstu verðlagi. Hún minnkaði minna en sem nemur fækkun ferðamanna, sem bendir áfram til þess að ferðamenn sem hingað koma eyði meiru en fyrir ári.

Spáum lítils háttar samdrætti á árinu

Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir lítillegum samdrætti í ferðaþjónustu á árinu. Komi til þess að  tollar í Bandaríkjunum veiki kaupmátt Bandaríkjamanna má gera ráð fyrir að þeir verði síður á faraldsfæti. Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn sem heimsækir Ísland og voru um 30% ferðamanna hérlendis á síðasta ári. Af einhverjum ástæðum er nú útlit fyrir að áhugi Breta á ferðalögum til landsins hafi minnkað svo um munar, en þeir eru næst fjölmennastir ferðamanna hér á landi.

Það vegur þó á móti að áhrif eldgosanna á Reykjanesskaga á ferðaþjónustuna hafa farið dvínandi. Á fyrri hluta síðasta árs voru taldar blikur á lofti vegna neikvæðra frétta í tengslum við eldsumbrot. Ferðamönnum fækkaði ekki, en þeir virtust gista skemur og því eyða minni pening. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur kortavelta aukist lítillega á föstu verðlagi, þrátt fyrir fækkun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að ferðamenn gisti lengur hér á landi í ár, og eyði því meira, sem mun vega á móti fækkuninni.

Blikur á lofti í ferðaþjónustu í Bandaríkjunum

Á síðustu dögum hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um bráðabirgðatölur sem bera þess merki að ferðalög Evrópubúa til Bandaríkjanna hafi verið mun færri í mars á þessu ári en í mars í fyrra. Bretar hafa verið fjölmennastir evrópskra ferðamanna til Bandaríkjanna en nú í mars fækkaði þeim til dæmis um 14%. Svipaða sögu er að segja um ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Fækkunin hefur verið rakin til aðgerða og yfirlýsinga Bandaríkjaforseta en vert er að nefna að líklega spilar tímasetning páskanna hér veigamikið hlutverk. Ferðalögum til Bandaríkjanna fjölgaði til dæmis töluvert í mars í fyrra, þegar páskarnir lentu í þeim mánuði, og því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir fækkun í mars á þessu ári og fjölgun á móti í apríl.

Þó efumst við ekki um að neikvæðar fréttir um landamæraeftirlit í Bandaríkjunum og óvinsældir Trumps í Evrópu hafi neikvæð áhrif á vilja fólks til að ferðast til Bandaríkjanna, og skýri jafnvel hluta af samdrættinum strax í mars. Þá gerir spá Tourism Economics, sem sérhæfir sig í greiningu á ferðaþjónustu, nú ráð fyrir samdrætti í ferðalögum til Bandaríkjanna á árinu og að heimsóknum erlendra ferðamanna þangað til lands fækki um 9,4% á milli ára, þar sem færri ferðalög frá Kanada vega þyngst. Horfurnar hafa gjörbreyst á örskömmum tíma en í upphafi árs gerði spá Tourism Economics ráð fyrir að ferðalögum til Bandaríkjanna myndi fjölga um tæp 9% á árinu.

Ómögulegt að segja til um heildaráhrif hér á landi

Ferðamenn frá Evrópu hafa gjarnan stoppað á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna. Minnkandi ferðavilji þeirra til Bandaríkjanna gæti þannig bitnað á ferðaþjónustu hér á landi. Þó er einnig hugsanlegt að evrópskir ferðamenn sem áður hefðu heimsótt Bandaríkin leiti nú á ný mið og að einhverjir þeirra ferðist jafnvel hingað í staðinn. Þá gæti þó tekið tíma að aðlaga framboðið eftir breyttri eftirspurn, ekki síst flugframboð.

Í ljósi alls þessa er mikil óvissa um horfur í ferðaþjónustu hér á landi næstu árin. Sem fyrr segir gerum við ráð fyrir samdrætti í greininni í ár, en að umsvifin aukist svo aftur árin tvö á eftir, eins og nánar er fjallað um í nýrri hagspá.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.