Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Olíu­verð einn helsti drif­kraft­ur verð­bólgu á síð­ustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
Olíuvinnsla
12. september 2022 - Greiningardeild

Það er misjafnt milli landa hvort verðbólga sé búin að ná hámarki. Mörg lönd eru ekki komin fyrir vind og mun há verðbólga enn eiga eftir að hækka meðan verðbólgu í sumum öðrum ríkjum hefur líklegast náð hámarki. Við teljum að hið síðarnefnda eigi við um Ísland.

Núverandi verðbólgutímar skýrast af mikilli hækkun á hrávöruverði

Verðbólga hefur ekki mælst meiri í mörgum helstu viðskiptalöndum Íslands í nokkra áratugi. Í sumum tilfellum þarf að fara 40 ár aftur í tímann til að finna meiri verðbólgu. Ástæðan fyrir þessari miklu verðbólgu má einfaldlega finna í mikilli hækkun á verði hrávöru. Sú hækkun á sér síðan einnig skýringar í framboðskorti, vegna þess að framleiðslukeðjur slitnuðu víða í faraldrinum, viðbrögðum í peningamálum og ríkisfjármálum vegna faraldursins og innrás Rússa í Úkraínu. Á allra síðustu mánuðum hefur hrávöruverð án eldsneytis farið lækkandi en er þó enn um 30% hærra en það var áður en faraldurinn braust út. Verð á hráolíu hefur einnig lækkað frá hæstu gildum eftir faraldur en er enn á 75% hærra verði en fyrir faraldur.

Verðbólgubálið sem kviknaði 1974 átti sér rætur í margföldun á olíuverði

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mikil hækkun á hrávöru elur af sér verðbólguvanda. Reyndar er það svo að sé litið 50 ár aftur í tímann sést að alltaf þegar verðbólga hefur orðið að alvöru vandamáli á Vesturlöndum hefur meginskýringin ávallt verið miklar verðhækkanir á hrávöru. Sú hrávara sem þó langmestum áhrifum hefur valdið er olía. 

Árið 1974 ferfaldaðist olíuverð frá fyrra ári og má rekja þá hækkun til þess að samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, bönnuðu aðildarríkjum OPEC að selja olíu til Norður-Ameríku, Japans, Bretlands og Hollands. Ástæðan var vegna þess að þessi svæði höfðu stutt við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu í október 1973. Þessi hækkun á olíuverði jók verulega verðbólgu á vesturlöndum og þurfti að beita mikilli hörku, í formi hás vaxtastigs, til þess að ná verðbólgunni niður aftur. Sem dæmi fóru stýrivextir í Bandaríkjunum upp í 20% á níunda áratugnum en 1982 tókst að ná verðbólgunni þar niður í tveggja stafa tölu. Árið 1985 var verðbólga 2,8% að meðaltali í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Upp úr 1990 má segja að tekist hafi að hafa hemil verðbólgunni á Vesturlöndum þangað til nú.

Olían hefur alltaf verið eini valkosturinn

Af hverju er það svo að olíuverð umfram aðrar hrávörur hefur valdið svona miklum verðbólguvanda í fortíðinni? Skýringarnar eru fyrst og fremst tvær.

Í fyrsta lagi má segja að olía sé blóð efnahagslífs heimsins. Langstærsti hluti samgangna byggja á olíueldsneyti og allur flutningur á vörum milli landa væri ekki mögulegur ef ekki væri fyrir olíu. Án framboðs af olíu myndu hjól efnahagslífs heimsins stöðvast. Hingað til hefur ekki verið nein staðkvæmdarvara fyrir olíu. Með staðkvæmdarvöru er átt við aðra vöru sem hægt er að nota að einhverju leyti í staðinn. Það hefur því ekki verið hægt að grípa til þess ráðs að nota aðra eldsneytisgjafa til þess að halda hjólum efnahagslífsins gangandi.  Þó nýting á orkugjöfum öðrum en olíu hefur færst í aukana, t.d. þegar kemur að einkabílnum, er það ekki nóg til þess að draga úr olíuþörfinni.

Þessu er öðruvísi farið með flestar aðrar hrávörur sem hafa allar einhvers konar staðkvæmdarvöru. Ef bananar hækkuðu í verði langt umfram verð á öðrum ávöxtum gæti fólk dregið úr neyslu sinni á þeim og keypt appelsínur í staðinn. Áhrifa mikillar verðhækkunar á banönum á verðbólgu væru því takmörkuð þar sem fólk myndi breyta neyslusamsetningu sinni og skipta banönum út fyrir annars konar matvæli. Þessu er ekki farið með sama hætti hvað olíu varðar þannig að þegar verð á olíu hefur hækkað mikið hefur keypt magn lítið dregist saman og neyslusamsetningin lítið breyst. Áhrif verðhækkunar koma því að fullu fram í verðbólgu.

Olíuverðið hefur einnig áhrif á flutningskostnað

Í öðru lagi hefur olía ekki einungis bein áhrif á dæluverð á eldsneyti og þannig á verðbólgu heldur hækkar hún einnig flutningskostnað á vörum sem hefur þar með einnig áhrif til aukinnar verðbólgu. Olíuverð er því í raun eina hrávaran sem hefur einnig áhrif á verðbólgu í gegnum flutningskostnað.

Við sjáum því að verðbólga er erfið viðureignar þegar olíuverðshækkanir eru annars vegar. Hækkun á olíuverði vegna takmarkaðs framboðs er staða sem erfitt er að eiga við og má segja að heimurinn allur taki á sig skell sem mun taka mislangan tíma að vinda ofan af.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.