Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Net­versl­un og kaup á þjón­ustu áber­andi í nóv­em­ber

Stórir net-afsláttardagar í nóvember eru farnir að marka upphafið á jólaverslun margra. Netverslun var því, líkt og í fyrra, afar áberandi í mánuðinum þó margir virðast einnig hafa lagt leið sína í verslanir. Áhrif faraldursins á innlenda verslun eru smám saman að fjara út og kaup á þjónustu að aukast.
17. desember 2021 - Greiningardeild

Líkt og Hagfræðideild greindi frá mældist kortavelta Íslendinga mjög sterk í nóvember og jókst samanlagt um 20% milli ára, 10% innanlands og 95% erlendis miðað við fast verðlag og fast gengi. Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birti gögn um kortanotkun Íslendinga innanlands þar sem í ljós kemur að vöxturinn var fyrst og fremst drifinn af auknum kaupum á þjónustu fremur en vörum. Það skýrist af því að ýmis þjónusta sem var ófáanleg eða óaðgengileg í fyrra vegna faraldursins er nú aðgengileg á ný, þó með takmörkunum.

Af einstaka útgjaldaliðum mældist aukningin mest í kaupum á þjónustu ferðaskrifstofa en kortavelta Íslendinga þar jókst um 640% milli ára í nóvember. Kaup á gistiþjónustu og þjónustu menningar- og tómstundarstarfsemi ríflega tvöfaldaðist milli ára, enda var lítið um tónleika- og veisluhald vegna faraldursins á þessum árstíma í fyrra. Kaup á þjónustu veitingastaða jukust um tæp 50% milli ára miðað við fast verðlag og námu alls 5,3 mö.kr. í nóvember.

Almennt virðist kortavelta innanlands vera að færast í átt að hefðbundnum nóvembermánuði, nema hvað netverslun mælist enn mjög sterk. Netverslun er nú mun sterkari en fyrir faraldurinn og eflaust er um að ræða þróun sem er komin til að vera. Netverslun í nóvember nam alls 6,2 mö.kr., og þó hún hafi dregist saman um 21% milli ára að raunvirði, jókst hún um 255% sé miðað við nóvembermánuð 2019.

13% af heildarkortaveltu Íslendinga í verslunum innanlands fór fram í gegnum netið í nóvember, en til samanburðar var hlutfallið að jafnaði 6% á fyrri mánuðum árs. Fjölmargar verslanir bjóða upp á sérkjör á sérstökum afsláttardögum í nóvember í netverslunum sem skýrir mikla aukningu í mánuðinum. Aðstæður voru þó betri í ár en í fyrra til þess að heimsækja verslanir og var hlutfall netverslunar því ekki jafn hátt í ár og í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Netverslun og kaup á þjónustu áberandi í nóvember

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.