Mun­ur á at­vinnu­tekj­um eft­ir mennt­un hef­ur far­ið minnk­andi

Frá árinu 2000 fram til 2019 hækkuðu atvinnutekjur allra á vinnumarkaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%.
Kaffihús
7. apríl 2021 - Greiningardeild

Frá árinu 2000 fram til 2019 hækkuðu atvinnutekjur allra á vinnumarkaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%.

Á síðustu 20 árum hefur þannig dregið töluvert úr tekjumun miðað við menntunarstig. Á árinu 2000 voru meðaltekjur fólks með grunnmenntun um 75% af meðaltali allra á vinnumarkaði. Á árinu 2019 voru tekjur þessa hóps komnar upp í 81% af meðaltali allra.

Á árinu 2000 var fólk með starfs- og framhaldsmenntun með 2% hærri tekjur en nam meðaltali allra á vinnumarkaði. Á árinu 2019 voru tekjur þessa hóps um 8% lægri en meðaltal allra. Háskólamenntað fólk var með 35% hærri atvinnutekjur en meðaltalið á árinu 2000 og var það hlutfall komið niður í 17% á árinu 2019.

Með öðrum orðum mætti segja að á árinu 2000 hafi háskólamenntað fólk haft 80% hærri atvinnutekjur en fólk með grunnmenntun, en munurinn hafði lækkað niður í 45% 2019. Úr hinni áttinni mætti segja að fólk með grunnmenntun hafi haft 56% af tekjum háskólamenntaðra á árinu 2000 og væri komið upp í 69% 2019.

Sé litið á þróun kynjanna innan þessara hópa kemur í ljós að atvinnutekjur kvenna hafa hækkað meira en karla í öllum hópunum frá 2000 til 2019. Tekjur kvenna með grunnmenntun hækkuðu mest á þessu tímabili, eða um 256%. Karlar með grunnmenntun hækkuðu mest karla, eða um 188%. Háskólamenntaðir karlar hækkuðu minnst allra, eða um 151% á tímabilinu.

Atvinnutekjur kvenna í þessum hópum hækkuðu 20-30% meira en hjá körlum innan sömu hópa. Mestur munur var meðal háskólamenntaðra, en þar hækkuðu atvinnutekjur kvenna um 30% umfram hækkun karla. Tekjur kvenna með grunnmenntun hækkuðu um 24% meira en hjá körlum og tekjur kvenna með starfs- og framhaldsmenntun um 20% meira en hjá körlum.

Ásýndin á þessari þróun er að hún sé frekar í óhag fyrir háskólamenntaða, sérstaklega karla. Tölurnar ná til 2019, en þá um vorið var svokallaður lífskjarasamningur gerður, þar sem mikil áhersla var á meiri launahækkanir til þeirra tekjulægri. Kjarasamningar voru þó ekki gerðir fyrir meginhluta opinberra starfsmanna fyrr en á árinu 2020. Áhrifa þessa samnings fór því ekki að gæta að fullu fyrr en á árinu 2020.

Atvinnuleysi jókst verulega á árinu 2020 og hefur sú þróun eflaust haft einhver áhrif á atvinnutekjur einhverra þessara hópa. En ekki er ólíklegt að þróun atvinnutekna haldi áfram í sömu átt, þ.e. að munurinn eftir menntunarstigi haldi áfram að minnka á næstu árum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur