Minni flug­sam­göng­ur á síð­ustu tveim­ur árum hafa dreg­ið úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands var losun hitunargilda (CO2-ígilda) frá hagkerfi Íslands 5.505 kílótonn á árinu 2020, sem var 16,3% minni losun en 2019. Árslosun 2019 minnkaði einnig frá 2018 og var 13,5% minni en árslosunin 2018. Meginástæða þessa var mikill samdráttur í flugi, vegna brotthvarfs Wow air 2019 og vegna kórónuveirufaraldursins 2020.
Flugvél
10. mars 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands var losun hitunargilda (CO2-ígilda) frá hagkerfi Íslands 5.505 kílótonn á árinu 2020, sem var 16,3% minni losun en 2019, þegar hún var 6.575 kílótonn. Árslosun 2019 minnkaði einnig frá 2018 og var 13,5% minni en árslosunin 2018. Meginástæða þessa var mikill samdráttur í flugi.

Árið 2018 var stærsta ár sögunnar varðandi komur ferðamanna til Íslands og það markar losunarbókhaldið mikið. Árið 2019 hætti WOW air rekstri, þannig að áhrif farþegaflugs á losun hófust strax þá. 2020 hefur síðan einkennst af áhrifum kórónuveirufaraldursins á flugsamgöngur og einkennandi greinar ferðaþjónustu.

Allt frá upphafi ársins 2019 var ljóst að losun frá flugsamgöngum  myndi minnka mikið og þurfti ekki faraldur til. Losun frá flugsamgöngum minnkaði þannig um 36% milli 2018 og 2019 og losun frá stóriðju minnkaði einnig um 9%. Þá minnkaði losun frá flutningum á sjó um 10%. Ástæður þessa voru nokkrar, brotthvarf WOW air, minni framleiðsla og bilanir í álverksmiðjum og almennur samdráttur tengdur þessu. Þarna var því ekki um skipulagðan samdrátt í losun samkvæmt markmiðum að ræða.

Nú hefur Hagstofan birt tölur um losun á öllu árinu 2020. Ef þessir ársfjórðungar eru bornir saman við fyrra ár má sjá að minnkun losunar frá flugsamgöngum skiptir verulegu máli. Losun frá flugsamgöngum á árinu 2020 var einungis um 30% af því sem hún var á árinu 2018, þegar hún var mest. Losun frá flugsamgöngum 2020 varð svo tæplega helmingur af því sem var 2019. Losunin frá stóriðju 2020 var 1,5% meiri en 2019, en um 8% minni en hún var 2018.

Þær sex greinar sem hér hefur verið fjallað um (flugsamgöngur, stóriðja, heimili, landbúnaður, flutningar á sjó og fiskveiðar) losuðu um 86% af heildarmagni losunar hér á landi 2016-2018. Þetta hlutfall lækkaði svo niður í 82% 2019 og 79% 2020 og er skýringin minni flugumferð. Minnkun flugumferðar felur auðvitað í sér að hlutfall annarra greina hækkar, en það á þó ekki við um flutninga á sjó og fiskveiðar þar sem hlutallið lækkaði 2020.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minni flugsamgöngur á síðustu tveimur árum hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kaffihús
7. apríl 2021

Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi

Frá árinu 2000 fram til 2019 hækkuðu atvinnutekjur allra á vinnumarkaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%.
Ferðafólk
6. apríl 2021

Vikubyrjun 6. apríl 2021

Samkvæmt nýbirtri könnun Ferðamálastofu á ferðaáformum Íslendinga ætla mun færri að fari í frí til útlanda í ár en í sambærilegri könnun í fyrra.
Alþingishús
31. mars 2021

Fjármálaáætlun 2022-2026 – betri tímar framundan en reiknað var með

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili nýrrar fjármálaáætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.
Íbúðir
30. mars 2021

Metlækkun leiguverðs

Nokkuð hefur borið á lækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Munurinn milli ára nú, er sá mesti frá upphafi mælinga.
Háþrýstiþvottur
29. mars 2021

Enn og aftur óvissa um áhrif sóttvarnaraðgerða á vinnumarkað

Atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar var 6,1% í febrúar og hafði minnkað um 0,1 prósentustig frá febrúar 2020. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 11,4% og hafði aukist um 6,4 prósentustig frá febrúar 2020. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta mælt sem 1,1% í febrúar. Vinnumarkaðskönnunin mælir því áfram töluvert minna atvinnuleysi en Vinnumálastofnun gerir.
Seðlabanki
29. mars 2021

Vikubyrjun 29. mars 2021

Það kemur ekki á óvart þegar borin er saman þróun stýrivaxta hér á landi, Evrusvæðinu, Bandaríkjunum og Bretlandi frá 2000 að stýrivextir hafa verið mun hærri hér en á hinum efnahagssvæðunum allt tímabilið.
Peningaseðlar
25. mars 2021

Mesta árshækkun launavísitölu í 5 ár

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli janúar og febrúar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6%, sem er mesta ársbreyting frá því í ágúst 2016. Vísitala neysluverðs hækkaði 4,1% milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er mikil, eða 6,7%.
Fataverslun
22. mars 2021

Neysla landsmanna í febrúar nokkuð mikil innanlands

Neysla Íslendinga jókst um 5,6% innanlands í febrúar miðað við fast verðlag og dróst saman um 45% erlendis miðað við fast gengi. Veirusmit voru fá í febrúar og tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum hafa orðið til þess að Íslendingar eyddu til að mynda meiru á veitingastöðum og í gistiþjónustu en á síðustu mánuðum.
Þjóðvegur
22. mars 2021

Vikubyrjun 22. mars 2021

Frá árslokum 2019 til loka febrúar í ár hefur eign erlendra aðila í ríkisbréfum lækkað úr 90 mö.kr. í um 37 ma.kr. að nafnvirði.
Ský
18. mars 2021

Markaðir með losunarheimildir eflast – verð hafa hækkað mikið

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur