Mik­il­vægi op­in­berra fjár­mála – sam­neysla og op­in­ber fjár­fest­ing

Hlutur samneyslu af vergri landsframleiðslu jókst mikið á árinu 2020 og var 27,8%. Raunhækkun samneyslu var líka óvenju mikil á árunum 2018-2020, en alls hækkaði hún um 13,4% á þessum árum, eða um 3,4% að meðaltali á ári. Aukning samneyslunnar á árinu 2020 var því ekki meiri en árin á undan, en hún hélt sjó og vel það á meðan aðrar stærðir í hagkerfinu gáfu eftir. Samneyslan hækkaði svo um 1,8% að raungildi á árinu 2021 og var þá 27,4% af VLF.
10. mars 2022 - Hagfræðideild

Hlutur samneyslu af vergri landsframleiðslu (VLF) jókst mikið á árinu 2020 og var 27,8. Raunhækkun samneyslu var líka óvenju mikil á árunum 2018-2020, en alls hækkaði hún um 13,4% á þessum árum, eða um 3,4% að meðaltali á ári. Aukning samneyslunnar á árinu 2020 var því ekki meiri en árin á undan, en hún hélt sjó og vel það á meðan aðrar stærðir í hagkerfinu gáfu eftir. Samneyslan hækkaði svo um 1,8% að raungildi á árinu 2021 og var þá 27,4% af VLF.

Meðalhlutur samneyslu af VLF frá aldamótum er 24,5%. Hlutfallið 2020 og 2021 er því hátt í sögulegu samhendi. Samneyslan þróaðist líka með allt öðrum hætti í kórónukreppunni en var í fjármálakreppunni á árunum eftir 2008. Þannig minnkaði samneyslan að raungildi um 7,7% á árunum 2009-2012, en breytingin var svipuð og gilti um landsframleiðsluna alla, þannig að hlutfall samneyslu af VLF lækkaði ekki mikið á þessum árum. Hlutfallið lækkaði hins vegar á árunum á eftir þegar aukning samneyslu varð minni en annarra stærða í landsframleiðslunni.

Fjárfesting hins opinbera jókst um 12,4% milli 2020 og 2021 og var 4,1% af VLF. Næstu tvö ár þar á undan hafði opinber fjárfesting dregist saman um 12,5%. Raungildi opinberra fjárfestinga var því svipað á árinu 2021 og var á árinu 2018. Meðaltal opinberrar fjárfestingar af VLF var 3,8% frá 2000 til 2021 þannig að fjárfestingarstigið í fyrra var eilítið hærra en meðaltalið eftir að hafa verið mun lægra en árin tvö þar á undan.

Frá aldamótum hefur raungildi opinberrar fjárfestingar aukist um 3% á ári að meðaltali. Sveiflurnar eru hins vegar mjög miklar. Mest jókst opinber fjárfesting um tæp 39% á árinu 2018 og mest minnkaði hún um rúm 40% á árinu 2012. Frá aldamótum hefur opinber fjárfesting minnkað 11 sinnum milli ára.

Á árinu 2019 boðaði ríkisstjórnin mikið fjárfestingarátak sem einkum átti að beinast að innviðum og átti að koma inn á tímum þegar ætla mætti að draga myndi verulega úr fjárfestingu atvinnuveganna. Þetta átak náði því miður aldrei því flugi sem því var ætlað sem m.a. má sjá á því að fjárfestingin minnkaði bæði 2019 og 2020.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikilvægi opinberra fjármála – samneysla og opinber fjárfesting

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur