Mik­ill vöxt­ur í flest­um at­vinnu­grein­um

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Hverasvæði
11. janúar 2022 - Hagfræðideild

Velta í virðisaukaskattsskyldri atvinnustarfsemi hér á landi nam alls 936 mö.kr. í september og október í fyrra samkvæmt nýlega birtum gögnum Hagstofu Íslands og jókst um 19% milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur milli ára mælist eftir samfellt samdráttarskeið allt frá miðju ári 2019. Nokkuð snarpur viðsnúningur virðist því hafa átt sér stað upp úr miðju síðasta ári þar sem kröftugur vöxtur tók við af samdrættinum sem rekja mátti til minni eftirspurnar vegna faraldursins.

Séu fyrstu 10 mánuðir ársins 2021 bornir saman við sama tímabil árið 2020 mælist 13% raunvöxtur milli ára í allri virðisaukaskattsskyldri veltu. Sé aftur á móti miðað við árið 2019, fyrir faraldur, mælist veltan nokkuð svipuð að raunvirði, eða 0,3% minni. Við sjáum því vísbendingar um að atvinnuvegir séu heilt yfir að rétta nokkuð vel úr kútnum og komast á sama stað og var fyrir faraldur, þó þróunin sé mjög ólík eftir einstaka atvinnugreinum. Mestu munar hjá fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu. Þar mælist samdráttur mælist 63% milli ára sé miðað við fyrstu 10 mánuði ársins 2019 en 74% vöxtur milli áranna 2020 og 2021.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
25. júlí 2022

Vikubyrjun 25. júlí 2022

Helsti drifkraftur hækkunar vísitölu neysluverðs á milli mánaða í júlí eru flugfargjöld sem hækkuðu um 38% milli mánaða.
Flugvél á flugvelli
22. júlí 2022

Verðbólgan töluvert meiri en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,17% milli mánaða í júlí og hækkaði ársverðbólgan úr 8,8% í 9,9%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við teljum að verðbólgan muni ná hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá 10,3%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun.
Fasteignir
20. júlí 2022

Enn mælist mikil hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,2% milli maí og júní sem er meiri hækkun en við áttum von á. Vísbendingar höfðu borist um rólegri markað þó það sjáist ekki enn í tölum um verðþróun. Verðbólguspáin okkar fyrir júlímánuð færist við þetta úr 9,2% í 9,3% verðbólgu.
Flugvöllur
18. júlí 2022

Vikubyrjun 18. júlí 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176.000 í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fjöldi brottfara er nú 90% af fjöldanum í júní 2019.
Evrópsk verslunargata
15. júlí 2022

Kortavelta heimilanna færist út fyrir landsteinana

Kortavelta innlendra greiðslukorta heimilanna jókst alls um 10,2% á milli ára í júní, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 113,6% milli ára miðað við fast gengi en um er að ræða enn einn metmánuðinn. Neysla Íslendinga innanlands í júnímánuði hefur aftur á móti ekki mælst minni síðan fyrir faraldurinn sem bendir til þess að áhrif faraldursins á neyslu, þar sem meiri neysla átti sér stað innanlands en erlendis, séu að fjara út.
Bananar
13. júlí 2022

Spáum 9,2% verðbólgu í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli júní og júlí. Gangi spáin eftir fer ársverðbólga upp í 9,2%, en hún mældist 8,8% í júní. Við eigum von á að verðbólga fari hæst í 9,5% í ágúst áður en hún lækkar aftur.
Ferðamenn
12. júlí 2022

Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Ferðafólk
12. júlí 2022

Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en reiknað var með

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í júní 3,3% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 3,9% frá því í maí. Í síðustu þjóðhagsspá Hagfræðideildar gerðum við ráð fyrir að meðalatvinnuleysi á árinu 2022 yrði 4,5% sem er sama spá og Seðlabankinn birti í Peningamálum í maí. Verði atvinnuleysi óbreytt það sem eftir lifir ársins 2022 verður meðalatvinnuleysi ársins hins vegar 3,9%.
11. júlí 2022

Vikubyrjun 11. júlí 2022

Að undanförnu virðist verð á íslenskum hlutabréfamarkaði í auknum mæli lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum.
USD
8. júlí 2022

Krónan styrkist, bara ekki á móti Bandaríkjadal

Íslenska krónan hefur styrkst það sem af er ári á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar, að Bandaríkjadal undanskildum. Bandaríkjadalur hefur ekki verið sterkari á móti evru í 20 ár.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur