Met­hækk­an­ir á verði sjáv­ar­af­urða

Verð á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt hefur hækkað mikið á þessu ári og var slegið met nú á þriðja fjórðungi þegar 12 mánaða verðhækkun mældist 24,1%. Verð hefur hækkað töluvert mikið á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra og hefur verð á sjávarafurðum aldrei verið hærra. Þessi þróun er í samræmi við miklar hækkanir á verði matvæla víðast hvar en verð á fiski út úr búð hefur hækkað verulega í helstu viðskiptalöndum Íslands.
Fiskveiðiskip
22. desember 2022

Verð sjávarafurða lækkaði töluvert eftir að faraldurinn hófst og náði lágmarki á þriðja fjórðungi 2020. Eftir það fór verðið fljótlega að hækka aftur og hefur hækkað hratt á þessu ári á 12 mánaða grundvelli. Hækkunin mældist 19,4% á fyrsta ársfjórðungi og 22,8% á öðrum fjórðungi. Verðið hækkaði nokkuð síðustu árin fyrir faraldur og náði tímabundnu hámarki á fyrsta ársfjórðungi 2020. Verðið í dag er 21,5% hærra í dag en þá.

Þessa verðþróun á sjávarafurðum má einfaldlega skýra með mikilli hækkun á matvælaverði almennt. Heimsmarkaðsverð á matvælum er í dag tæplega 40% hærra en á fyrsta ársfjórðungi 2020. Það er mjög mikil hækkun á svo skömmum tíma. Matvælaverð lækkaði nokkuð á þriðja fjórðungi og skiptir þar nánast ekki máli hvar borið er niður. Mesta lækkunin var á matarolíu en þar lækkaði verðið um 29% milli fjórðunga. Þar á eftir kom korn sem lækkaði um 13,5%. 7,3% lækkun var á sykri en mjólkurvörur og kjöt lækkuðu minnst. Mjólkurvörur lækkuðu um 1,9% og kjöt um 1,4%. Verð á íslenskum sjávarafurðum hækkaði hins vegar um 4,5% milli sömu tímabila.

Þessi mikla hækkun á verði sjávarafurða helst að einhverju leyti í hendur við verðþróun á fiski eins og hún er mæld í neyslukörfu helstu viðskiptalanda. Verð á kældum fiski var 12% hærra á þriðja fjórðungi en á sama tímabili í fyrra. Franski markaðurinn hefur síðustu ár verið stærsti markaðurinn fyrir kældan botnfisk frá Íslandi. Þar hafði verðið hækkað um 16,4% milli sömu tímabila. Bandaríski markaðurinn er næststærstur en þar hefur verðið hækkað um 11%. Verðið hefur hækkað um 9,2% á breska markaðnum sem er sá þriðji stærsti. Aðrir stórir markaðir með kældan íslenskan fisk eru t.d. Belgía og Þýskaland en í Belgíu er verðið 12,7% hærra en 15,8% hærra í Þýskalandi.

Hækkandi verð á íslenskum sjávarafurðum líkt og nú sést eru jákvæð tíðindi fyrir íslenskt hagkerfi og viðskiptakjör hér á landi almennt. Bætt viðskiptakjör, sem í þessari þróun felst, hefur styrkjandi áhrif á krónuna sem hefur verið að veikjast að undanförnu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur