Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Meiri­hluti úti­stand­andi íbúðalána nú verð­tryggð­ur

Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
Hús í Reykjavík
9. febrúar 2024

Frá miðju síðasta ári hafa ný hrein íbúðalán bankanna til heimila aukist lítillega. Aukningin er nánast að öllu leyti vegna aukinnar lántöku á verðtryggðum íbúðalánum, en hrein ný lántaka óverðtryggðra íbúðalána er neikvæð, sem þýðir að heimilin hafi frekar greitt upp óverðtryggð lán heldur en tekið ný. Háir vextir hækka afborganir af óverðtryggðum lánum töluvert meira en af verðtryggðum og fjöldi fólks sem gat tekið óverðtryggt lán fyrir tveimur árum getur það ekki í dag vegna hárra afborgana.

Hækkandi vaxtastig dró úr umsvifum á íbúðamarkaði og hrein ný lántaka dróst saman um 60% milli ára. Hrein ný útlán bankanna námu 4,6 mö.kr í desember, þar sem hrein ný verðtryggð lán námu 16,2 mö.kr en óverðtryggð lán voru greidd upp fyrir 11,6 ma.kr., að frádregnum þeim sem voru veitt.

Séu hrein ný íbúðalán lífeyrissjóða og banka tekin saman sést sama þróun. Frá apríl í fyrra hafa hrein ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð, þar sem ný óverðtryggð lán eru veitt fyrir lægri upphæð en sem nemur uppgreiðslum slíkra lána. Ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða drógust nokkuð saman í desember síðastliðnum, en ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 10,3 mö.kr. í desember en  20,2 mö.kr. í nóvember.

Meirihluti útistandandi íbúðalána verðtryggð

Í byrjun árs 2019 var hlutfall útistandandi íbúðalána á verðtryggðum vöxtum 77% á móti 23% hlutfalli óverðtryggðra lána. Með lækkandi stýrivöxtum jókst hlutfall óverðtryggðra lána og í ágúst 2021 var yfir helmingur útistandandi íbúðalána á óverðtryggðum vöxtum. Þá stóðu stýrivextir í 1,25% og höfðu þá hækkað frá lægstu stýrivöxtum frá upphafi, eða 0,75%, frá aprílmánuði þess árs. Hlutfall óverðtryggðra íbúðalána náði hámarki um mitt síðasta ár þegar þau voru 56% útistandandi lána. Eftir því sem stýrivextir hafa hækkað hefur verðtryggðum lánum fjölgað á kostnað óverðtryggðra. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í ágúst og standa nú í 9,25%. Hlutfall verðtryggðra lána heldur áfram að hækka og frá því í október í fyrra hefur meirihluti útistandandi íbúðalána heimila verið verðtryggð.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.