Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Meiri notk­un vetn­is gæti skipt ís­lenska hag­kerf­ið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Vetni
18. nóvember 2021 - Greiningardeild

Vetnisgeirinn í alþjóðahagkerfinu er tiltölulega lítill, mengar mjög mikið, en er algerlega nauðsynlegur. Um 90 milljón tonn af vetni eru framleidd árlega, næstum alfarið með brennslu jarðefnaeldsneytis. Framleiðsla vetnis tekur til sín um 6% af notkun á jarðgasi og 2% af kolum. Losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðsluna nemur um 830 milljónum tonna á ári, sem er meira en allt þýska hagkerfið losar.

Vetni er sérstakur orkugjafi að því leyti að það þarf að framleiða með öðrum orkugjöfum. Á næstu árum mun hreint rafmagn koma í staðinn fyrir óhreint rafmagn á mörgum sviðum, en ferlið er flóknara varðandi vetni. Vetni mun helst koma að gagni þegar það er notað á nýjan hátt og á nýjum sviðum, t.d. sem rafeldsneyti. Til þess að nýir hættir og ný svið geti orðið til er nauðsynlegt að notendur geti treyst á nægt framboð vetnis. Til þess að notkun vetnis aukist er því nauðsynlegt að styrkja bæði framboðs- og eftirspurnarhliðina, t.d. með opinberum styrkjum.

Vetni getur verið hagkvæmt þar sem erfitt er að nota rafmagn með beinum hætti. Hér á landi má benda á skipaflotann, landflutninga og leigubíla - allt svið þar sem orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda er mikil.

Vetni hefur lengi verið áhugaverður kostur í orkumálum. Það er sterkur orkugjafi, t.d. skapar bruni á einu kílói vetnis 2,6 sinnum meiri orku en bruni eins kílós af jarðgasi. Það verða engin úrgangsefni til við brunann, einungis vatn. Áhugi jókst mikið á vetni í kjölfar olíukreppunnar á 8. áratug síðustu aldar og mikið var horft til vetnis til þess að losna úr klóm olíuríkjanna.

Sérstaða vetnis felst í því að það er bundið í öðrum  efnum og það þarf orku til þess að aðskilja það. Gallinn er líka sá að framleiðsla á vetni krefst meiri orku en verður til í afurðinni. Þetta er ástæðan fyrir því að vetni er enn sem komið er mest notað í ýmsum framleiðsluferlum, t.d. við framleiðslu á ammoníaki og áburði. Enn sem komið er það ekki notað mikið sem eldsneyti, t.d. á bíla og önnur samgöngutæki.

Eins og staðan er í dag er svokallað grátt vetni framleitt með kolum u.þ.b. 5 sinnum ódýrara í framleiðslu en svokallað grænt vetni, sem framleitt er með hreinum orkugjöfum. Þessi munur á eftir að minnka mikið á næstu árum, bæði vegna þess að hrein orka verður hlutfallslega ódýrari og vegna tækniframfara við framleiðslu vetnis og framleiðslu á mun stærri skala en nú er. Framleiðsla á hreinu/grænu vetni á því eftir að verða talsvert ódýrari.

Miðað við flestar aðrar þjóðir ætti staða Íslands varðandi framleiðslu og notkun vetnis að teljast mjög góð. Við eigum möguleika á að framleiða mikla orku og notkun umframorku til framleiðslu vetnis er augljós kostur. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.