Meiri notk­un vetn­is gæti skipt ís­lenska hag­kerf­ið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Vetni
18. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Vetnisgeirinn í alþjóðahagkerfinu er tiltölulega lítill, mengar mjög mikið, en er algerlega nauðsynlegur. Um 90 milljón tonn af vetni eru framleidd árlega, næstum alfarið með brennslu jarðefnaeldsneytis. Framleiðsla vetnis tekur til sín um 6% af notkun á jarðgasi og 2% af kolum. Losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðsluna nemur um 830 milljónum tonna á ári, sem er meira en allt þýska hagkerfið losar.

Vetni er sérstakur orkugjafi að því leyti að það þarf að framleiða með öðrum orkugjöfum. Á næstu árum mun hreint rafmagn koma í staðinn fyrir óhreint rafmagn á mörgum sviðum, en ferlið er flóknara varðandi vetni. Vetni mun helst koma að gagni þegar það er notað á nýjan hátt og á nýjum sviðum, t.d. sem rafeldsneyti. Til þess að nýir hættir og ný svið geti orðið til er nauðsynlegt að notendur geti treyst á nægt framboð vetnis. Til þess að notkun vetnis aukist er því nauðsynlegt að styrkja bæði framboðs- og eftirspurnarhliðina, t.d. með opinberum styrkjum.

Vetni getur verið hagkvæmt þar sem erfitt er að nota rafmagn með beinum hætti. Hér á landi má benda á skipaflotann, landflutninga og leigubíla - allt svið þar sem orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda er mikil.

Vetni hefur lengi verið áhugaverður kostur í orkumálum. Það er sterkur orkugjafi, t.d. skapar bruni á einu kílói vetnis 2,6 sinnum meiri orku en bruni eins kílós af jarðgasi. Það verða engin úrgangsefni til við brunann, einungis vatn. Áhugi jókst mikið á vetni í kjölfar olíukreppunnar á 8. áratug síðustu aldar og mikið var horft til vetnis til þess að losna úr klóm olíuríkjanna.

Sérstaða vetnis felst í því að það er bundið í öðrum  efnum og það þarf orku til þess að aðskilja það. Gallinn er líka sá að framleiðsla á vetni krefst meiri orku en verður til í afurðinni. Þetta er ástæðan fyrir því að vetni er enn sem komið er mest notað í ýmsum framleiðsluferlum, t.d. við framleiðslu á ammoníaki og áburði. Enn sem komið er það ekki notað mikið sem eldsneyti, t.d. á bíla og önnur samgöngutæki.

Eins og staðan er í dag er svokallað grátt vetni framleitt með kolum u.þ.b. 5 sinnum ódýrara í framleiðslu en svokallað grænt vetni, sem framleitt er með hreinum orkugjöfum. Þessi munur á eftir að minnka mikið á næstu árum, bæði vegna þess að hrein orka verður hlutfallslega ódýrari og vegna tækniframfara við framleiðslu vetnis og framleiðslu á mun stærri skala en nú er. Framleiðsla á hreinu/grænu vetni á því eftir að verða talsvert ódýrari.

Miðað við flestar aðrar þjóðir ætti staða Íslands varðandi framleiðslu og notkun vetnis að teljast mjög góð. Við eigum möguleika á að framleiða mikla orku og notkun umframorku til framleiðslu vetnis er augljós kostur. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur