Meiri notk­un vetn­is gæti skipt ís­lenska hag­kerf­ið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Vetni
18. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Vetnisgeirinn í alþjóðahagkerfinu er tiltölulega lítill, mengar mjög mikið, en er algerlega nauðsynlegur. Um 90 milljón tonn af vetni eru framleidd árlega, næstum alfarið með brennslu jarðefnaeldsneytis. Framleiðsla vetnis tekur til sín um 6% af notkun á jarðgasi og 2% af kolum. Losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðsluna nemur um 830 milljónum tonna á ári, sem er meira en allt þýska hagkerfið losar.

Vetni er sérstakur orkugjafi að því leyti að það þarf að framleiða með öðrum orkugjöfum. Á næstu árum mun hreint rafmagn koma í staðinn fyrir óhreint rafmagn á mörgum sviðum, en ferlið er flóknara varðandi vetni. Vetni mun helst koma að gagni þegar það er notað á nýjan hátt og á nýjum sviðum, t.d. sem rafeldsneyti. Til þess að nýir hættir og ný svið geti orðið til er nauðsynlegt að notendur geti treyst á nægt framboð vetnis. Til þess að notkun vetnis aukist er því nauðsynlegt að styrkja bæði framboðs- og eftirspurnarhliðina, t.d. með opinberum styrkjum.

Vetni getur verið hagkvæmt þar sem erfitt er að nota rafmagn með beinum hætti. Hér á landi má benda á skipaflotann, landflutninga og leigubíla - allt svið þar sem orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda er mikil.

Vetni hefur lengi verið áhugaverður kostur í orkumálum. Það er sterkur orkugjafi, t.d. skapar bruni á einu kílói vetnis 2,6 sinnum meiri orku en bruni eins kílós af jarðgasi. Það verða engin úrgangsefni til við brunann, einungis vatn. Áhugi jókst mikið á vetni í kjölfar olíukreppunnar á 8. áratug síðustu aldar og mikið var horft til vetnis til þess að losna úr klóm olíuríkjanna.

Sérstaða vetnis felst í því að það er bundið í öðrum  efnum og það þarf orku til þess að aðskilja það. Gallinn er líka sá að framleiðsla á vetni krefst meiri orku en verður til í afurðinni. Þetta er ástæðan fyrir því að vetni er enn sem komið er mest notað í ýmsum framleiðsluferlum, t.d. við framleiðslu á ammoníaki og áburði. Enn sem komið er það ekki notað mikið sem eldsneyti, t.d. á bíla og önnur samgöngutæki.

Eins og staðan er í dag er svokallað grátt vetni framleitt með kolum u.þ.b. 5 sinnum ódýrara í framleiðslu en svokallað grænt vetni, sem framleitt er með hreinum orkugjöfum. Þessi munur á eftir að minnka mikið á næstu árum, bæði vegna þess að hrein orka verður hlutfallslega ódýrari og vegna tækniframfara við framleiðslu vetnis og framleiðslu á mun stærri skala en nú er. Framleiðsla á hreinu/grænu vetni á því eftir að verða talsvert ódýrari.

Miðað við flestar aðrar þjóðir ætti staða Íslands varðandi framleiðslu og notkun vetnis að teljast mjög góð. Við eigum möguleika á að framleiða mikla orku og notkun umframorku til framleiðslu vetnis er augljós kostur. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. des. 2021

Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. SÍ greip ekki inn í markaðinn í nóvember og er þetta fyrsti mánuðurinn sem það gerist síðan í febrúar 2020.
Fasteignir
6. des. 2021

Íbúðafjárfesting dregst saman

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Engu að síður mælist hún mikil sem hlutfall af landsframleiðslu. Vöxtur í fólksflutningi til landsins eykur þörf fyrir nýjar íbúðir. Nú um 5.700 íbúðir í byggingu samkvæmt Þjóðskrá og hafa tæplega 3.000 skilað sér á markað það sem af er ári.
Alþingishús
6. des. 2021

Vikubyrjun 12. desember 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
3. des. 2021

Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er mun betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan og sama fjórðungi í fyrra. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Fjallgöngumaður
3. des. 2021

Sýn var hástökkvarinn í nóvember

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,5% í nóvember rétt eins og hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands. Þrátt fyrir það hefur ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðnum verið góð á undanförnum 12 mánuðum. Markaðurinn hefur hækkað um tæplega 50% á síðustu 12 mánuðum og er það meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum.
Ský
2. des. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 2.200 m.kr. og Arion banki að fjárhæð 1.720 m.kr. í útboðum í nóvember. Íslandsbanki hélt ekki útboð.
Alþingi við Austurvöll
2. des. 2021

Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Flutningaskip
30. nóv. 2021

Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 6% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist eftir að faraldurinn hófst og frekari staðfesting þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 4,1% og var hann borinn af vextinum á öðrum og þriðja fjórðungi en hagvöxtur var lítillega neikvæður á fyrsta fjórðungi.
Grafarholt
29. nóv. 2021

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Ríflega þriðjungur íbúðastofnsins er í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð og hefur hlutfallið haldist nær stöðugt síðustu ár. Ekki er að sjá að lægri vextir hafi aukið áhuga fólks á að fjárfesta í fleiri en einni íbúð.
Íbúðir
29. nóv. 2021

Vikubyrjun 29. nóvember 2021

Verðbólga mældist 4,8% í nóvember og skýrir húsnæðiskostnaður rúmlega helming hennar, eða um 55%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur