Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Meiri hag­vöxt­ur ef loðna finnst

Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
Fiskveiðinet
22. október 2024

Loðna er næstmikilvægasta fiskitegundin sem Ísland flytur út á eftir þorski og því getur loðnubrestur haft allnokkur áhrif á landsframleiðslu. Hafrannsóknarstofnun mat stærð veiðistofns nú um 307 þúsund tonn, en þegar tekið er tillit til metins afráns fram að hrygningu í mars voru ekki taldar nægilegar líkur á því að stærð hrygningarstofnsins yrði yfir viðmiðunarmörkum. Því lagði stofnunin til engar veiðar á veiðitímabilinu 2024/2025. Til samanburðar var stærð veiðistofnsins á sama tíma í fyrra metinn um 325 þúsund tonn og ráðlagði Hafrannsóknarstofnun þá heldur engar veiðar. Þrátt fyrir aukaleiðangra fyrr á þessu ári fannst ekki nægilegt magn af loðnu sem leiddi til þess að ekkert var veitt á síðasta veiðitímabili og þar með ekkert á yfirstandandi ári.  

Loðnuveiðar mikið breyst  

Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast 2024. Miklar sveiflur hafa verið í útgefnum kvóta og sum ár mjög lítið veitt og önnur mjög mikið eða allt að 1.300 þúsund tonn.

Mikið var veitt af loðnu á árunum 1977 og fram til ársins 2008. Það ár lét loðnan ekki sjá sig í rannsóknarleiðöngrum og stefndi því í loðnubrest árið 2009, á versta tíma. Þá var þó gefinn út takmarkaður rannsóknarkvóti fyrir 15 þúsund tonnum. Frá 2010 til 2018 hefur svo verið gefinn út loðnukvóti samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar, en aflinn hefur verið nokkuð minni að meðaltali en hann var áratugina á undan.  

Hrognin verðmætasti hluti loðnunnar  

Síðasta áratug hefur loðna nánast eingöngu verið veidd fyrstu þrjá mánuði hvers árs, en þá mánuði er loðnan hrognafull. Hrognin eru verðmætasti hluti loðnunnar og verðmæti aflans því hámarkað með því að veiða loðnuna á því tímabili. Hlutfall hrogna af heildarafla eykst því jafnan þegar aflinn er minni. Magn loðnuhrogna af heildarloðnuafla hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1993, þrátt fyrir að heildarafli sé minni nú en þá. Sem dæmi var heildarloðnuafli 326 þúsund tonn árið 2023, og þar af voru hrogn um 25 þúsund tonn. Árið 1994 var heildarloðnuafli 754 þúsund tonn en þar af voru hrognin aðeins 5 þúsund tonn. Það er því orðið algengara að hrognin séu nýtt, en það gæti verið merki um aukna eftirspurn eftir loðnuhrognum á mörkuðum og að vinnsluaðferðum hefur farið fram. Langstærsti hluti loðnuaflans er svo unninn í mjöl og lýsi sem skilar töluverðum verðmætum, en kílóverðið af þeirri framleiðslu er þó lægra en af hrognum. 

Ekki útséð um loðnuveiðar 

Ekki er þó með öllu útséð um loðnuveiðar á næsta ári, en ráðgjöfin verður uppfærð í janúar eftir nýjar mælingar Hafrannsóknarstofnunar. Í fyrra var farið í aukaleiðangur snemma í desember, að frumkvæði og á kostnað útgerða uppsjávarskipa, en ekki fannst næg loðna í þeim leiðangri. Stofnunin fór í sinn venjubundna leiðangur í janúar, en auk þess var farið í annan aukaleiðangur í byrjun febrúar, sem var aftur kostaður að hluta til af útgerðum. Loðnan lét ekki sjá sig. Það má því gera ráð fyrir að aftur verði farið í aukaleiðangra í vetur, enda til mikils að vinna. 

Frá árinu 1991 hefur Hafrannsóknarstofnun 13 sinnum gefið upphafsráðleggingar um enga loðnuveiði. Algjör loðnubrestur aðeins orðið 3 sinnum á því tímabili, 4 sinnum ef við teljum 2009 með, en þá var sem fyrr segir gefinn út lítill rannsóknarkvóti. Það er því ekki útilokað að það finnist loðna í nægjanlegu magni. Það má þó einnig hafa í huga að þau þrjú ár sem algjör loðnubrestur varð voru á síðustu 5 árum.  

Loðnuveiðar geta haft töluverð áhrif á hagvöxt  

Í nýrri hagspá gerum við ekki ráð fyrir loðnuvertíð í upphafi næsta árs. Það má þó velta því upp hversu mikil áhrif það hefði ef loðna fyndist í veiðanlegu magni, til dæmis ef aflinn yrði hóflegur til meðalstór. Áhrifin af því á hagvöxt næsta árs gætu orðið töluverð, á bilinu 0,5 til 1 prósentustig. Í spánni gerum við ráð fyrir 2,3% hagvexti á næsta ári, en ef loðna finnst gæti hagvöxtur orðið á bilinu 2,8 til 3,3%, að öðru óbreyttu. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.