Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 3.040 m.kr. á kröfunni 3,68% (0,50% álag á ríki) í útboði 14. september. Íslandsbanki hafnaði öllum tilboðum í útboði sínu 22. september. Arion banki hélt ekki útboð á sértryggðum skuldabréfum í september.
Eitt sértryggt bréf, ISB CB 21, var á gjalddaga í september. Stærð flokksins er 5.920 m.kr. og var hann á gjalddaga 21. september.
Veltan á markaði í september var 14,5 ma.kr. og jókst um 1,3 ma.kr. milli mánaða.
Frá áramótun er ávöxtun á verðtryggðu bréfunum milli 3,1% og 7,6%. Á óverðtryggðu bréfunum er ávöxtun milli -1,1% og 0,9%.
Lesa Hagsjána í heild:









