Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin í nóvember.
Arion banki hélt útboð 2. nóvember á sértryggðum skuldabréfum, en síðast hélt bankinn slíkt útboð í júlí. Eitt tilboð að fjárhæð 320 m. kr. barst í flokkinn ARION CB 27 á 6,78% ávöxtunarkröfu og var því tekið.
Landsbankinn hélt útboð 17. nóvember á sértryggðum skuldabréfum. Bankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 400 m. kr. og í flokknum LBANK CB 27 að fjárhæð 1.380 m. kr., bæði á 7,06% ávöxtunarkröfu.