Í útboði 12. janúar seldi Landsbankinn bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 690 m.kr. á kröfunni 4,40% (0,51% álag á ríki). Í nýja flokknum LBANK CB 27 seldi bankinn bréf að fjárhæð 3.200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,69% (0,63% álag á ríki). Auk þess gaf bankinn út bréf í þessum flokki að fjárhæð 960 m.kr. vegna verðbréfalána í tengslum við viðskiptavakt. Í tengslum við útboðið fór fram skiptiútboð þar sem fjárfestar áttu kost á að greiða fyrir með afhendingu bréfa í flokki LBANK CBI 22. Bankinn keypti til baka 1.340 m.kr. að nafnvirði.
Arion banki og Íslandsbanki héldu ekki útboð í janúar.
Samkvæmt útgáfuætlun Landsbankans áætlar bankinn að gefa út sértryggð bréf að fjárhæð 34-39 ma.kr. í ár. Samkvæmt útgáfuætlun Arion banka hefur bankinn ekki tekið neina ákvörðun um upphæð sértryggðra bréfa sem hann mun gefa út í ár. Íslandsbanki er ekki búinn að birta útgáfuáætlun fyrir árið.