Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa fóru fram í febrúar. Þann 10. febrúar hélt Arion banki útboð þar sem boðin voru til sölu bréf í flokknum ARION CBI 29. Bankinn tók tilboðum að nafnvirði 1.980 m.kr. á kröfunni 0,81%. Bankinn bauðst til að kaupa til baka bréf í flokkunum ARION CBI 22 gegn sölu í útboðinu. Bankinn keypti til baka bréf að nafnvirði 2.040 m.kr. Þann 15. febrúar hélt Landsbankinn útboð á bréfum í flokkunum LBANK CB 25 og LBANK CB 27. Engu tilboði var tekið. Íslandsbanki hélt ekki útboð í febrúar.
2. mars heldur Íslandsbanki útboð á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa, ISB CBF 27. Flokkurinn er óverðtryggður skuldabréfaflokkur með mánaðarlegum vaxtaafborgunum á fljótandi 1 mánaðar REIBOR. Þetta verður fyrsta sértryggða skuldabréf viðskiptabankanna þriggja sem er á fljótandi vöxtum.
Lesa Hagsjána í heild









