Loðnu­veið­ar hefjast á ný eft­ir tveggja ára hlé

Gefinn hefur verið út loðnukvóti upp á 61 þúsund tonn á núverandi vertíð og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2018 að veiða má loðnu hér við land. Enn verður haldið áfram að mæla stofninn og því ekki ólíklegt að þessari ráðgjöf verði breytt. Í þjóðhagsspá okkar frá því í október gerðum við ráð fyrir 100 þúsund tonna kvóta og verður hagvöxtur á þessu ári samkvæmt spá okkar því ögn lægri, að öðru óbreyttu.
27. janúar 2021 - Hagfræðideild

Síðustu ár hefur staðan í loðnuveiðum verið mjög sérstök. Engar veiðar voru heimilaðar undanfarin tvö ár en frá árinu 1963, þegar loðnuveiðar hófust hér við land og til ársins 2018, hafði það aldrei gerst áður. Árið 2018 veiddu íslensk skip rúmlega 186 þúsund tonn. Loðnuveiði hefur farið minnkandi síðasta aldarfjórðunginn. Þegar mest var voru veiddar um 1,3 milljónir tonna árið 1997. Árin 2016-2018 voru veiðar á bilinu 101-197 þúsund tonn.

Hagvöxtur úr 3,4% niður í 3,3%

Í þjóðhagsspá okkar frá því í október gerðum við ráð fyrir að loðnuveiðar á þessu ári yrðu um 100 þúsund tonn og byggðum það á góðri nýliðun síðustu ára. Nú stefnir hins vegar í að veiðar verði minni og hagvöxtur sömuleiðis. Við spáðum 3,4% hagvexti á þessu ári í þjóðhagsspánni. Verði veiðar í samræmi við núverandi ráðgjöf fer vöxtur útflutnings samkvæmt spá okkar úr 7,4% niður í 7% og hagvöxtur úr 3,4% í 3,3%, að öðru óbreyttu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Loðnuveiðar hefjast á ný eftir tveggja ára hlé

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
24. apríl 2024
Verðbólgan lækkaði í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur