Líf­leg­ur íbúða­mark­að­ur um land allt

Íbúðaverð hækkaði víðar en á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Mest var hækkunin rúm 8% milli ára í Árborg. Alls staðar jókst íbúðasala og hafa kaupsamningar á landsvísu ekki verið fleiri á einu ári síðan 2007. Spenna virðist þó meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, ef marka má hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði.
Akureyri
1. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Líkt og minnst hefur verið á í fyrri Hagsjám Hagfræðideildar færðist talsverður kraftur í íbúðamarkað höfuðborgarsvæðisins á seinni hluta síðasta árs, í kjölfar vaxtalækkana. Hækkanir náðu þó einnig til annarra þéttbýlissvæða á landinu og hækkaði íbúðaverð á bilinu 4-8% milli ára, mest um 8,2% í Árborg. Á Akureyri, í Árborg og á höfuðborgarsvæðinu mældist alls staðar meiri hækkun milli ára í fyrra en árið áður. Á Akranesi og í Reykjanesbæ mældist örlítið minni hækkun.

Þrátt fyrir þá kreppu sem nú ríkir hefur íbúðasala verið mikil. Á landinu öllu seldust 12.568 íbúðir í fyrra sem er mesti fjöldi sem hefur selst á einu ári síðan 2007. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 8.403 íbúðir, eða 17% fleiri en árið áður. Hlutfallslega varð aukningin mest á Vesturlandi þar sem 531 kaupsamningar voru undirritaðir í fyrra, eða 26% fleiri en árið áður. Á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Suðurnesjum seldust alls staðar um 1.000 íbúðir, sem er aukning um 10-18% milli ára. Það er því ljóst að þó sums staðar hægi á verðhækkunum og staða atvinnu- og efnahagsmála hafi versnað virðist áhugi almennt mikill á íbúðakaupum um land allt. 

Við greindum frá því á dögunum að hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur aukist verulega á höfuðborgarsvæðinu og ekki mælst hærra síðan 2017, en 22% íbúða seldust yfir ásettu verði undir lok síðast árs samanborið við 8% árið áður. Gæti það verið vísbending um að spenna sé að aukast og gera megi ráð fyrir frekari verðhækkunum á næstu mánuðum.

Staðan virðist ekki hafa breyst með jafn afgerandi hætti utan höfuðborgarsvæðisins hvað þennan mælikvarða varðar. Um 9% fasteigna seldust yfir ásettu verði þar undir lok síðast árs sem er 1-3 prósentustigum lægra en hlutfallið árið áður, eftir því hvort horft er til nágrennis höfuðborgarsvæðisins eða annarra staða á landsbyggðinni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Líflegur íbúðamarkaður um land allt

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
25. feb. 2021

4,1% verðbólga í febrúar – áfram yfir markmiði Seðlabankans

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,69% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólga nú 4,1% samanborið við 4,3% í janúar. Verðbólga er því enn yfir efri vikmörkum Seðlabankans um verðbólgumarkmið.
Smiður
24. feb. 2021

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar - kaupmáttur jókst um 5,8% milli ára

Launavísitalan hækkaði um 3,7% milli desember og janúar. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,3%. Þetta er mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.
Kauphöll
22. feb. 2021

Hagsjá: Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu mánuðum og verðhækkanir verið miklar. Frá áramótum hefur OMXI10 vísitalan hækkað um rúmlega 18% en það er mikil hækkun á svo skömmum tíma. Frá því að markaðurinn náði lágmarki í mars á síðasta ári hefur hann hækkað um tæplega 91%. Viðskipti á markaðnum hafa einnig aukist mikið á síðustu misserum og var desembermánuður metmánuður í fjölda viðskipta en þá voru hlutabréfaviðskipti tæplega 9.500.
Landsspítalinn
22. feb. 2021

Vikubyrjun 22. febrúar 2021

Það gengur mishratt að bólusetja gegn Covid-19 í helstu viðskiptalöndum okkar. Bólusetning gengur hraðast fyrir sig í Bretlandi og Bandaríkjunum, en mun hægar í Evrópusambandinu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Litríkir bolir á fataslá
19. feb. 2021

Neysla landsmanna innanlands meiri í janúar í ár en í fyrra

Neysla Íslendinga jókst um 2,5% innanlands miðað við fast verðlag í janúar og dróst saman um 46% erlendis miðað við fast gengi. Daglegt líf innanlands virðist smám saman vera að komast í eðlilegra horf eftir því sem slakað hefur verið á samkomutakmörkunum og má gera ráð fyrir því að neysla litist af því næstu mánuði.
Ferðamenn á jökli
18. feb. 2021

Atvinnuleysi mest á Íslandi af Norðurlöndunum

Vorið 2020 jókst atvinnuleysi á öllum Norðurlöndunum. Tímabundið var aukningin mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur komu meira til sögunnar en í hinum löndunum. Sé hins vegar litið á stöðuna í lok ársins, þegar hlutabæturnar voru farnar að skipta mun minna máli, má sjá að þróunin hér á landi er mjög frábrugðin hinum löndunum. Hér hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast og var komið yfir 10% í lok ársins. Frá miðju síðasta ári hefur atvinnuleysi verið óbreytt í Finnlandi en minnkað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Fjölbýlishús
17. feb. 2021

Óvenju lítil hækkun íbúðaverðs í janúar

Íbúðaverð hækkaði nokkuð minna milli mánaða í janúar en á fyrri mánuðum, eða aðeins um 0,1%. Of snemmt er að segja til um hvort almennt sé að hægja á verðhækkunum. Spenna virðist nokkur á markaði þar sem íbúðir seljast hraðar en áður og oft yfir ásettu verði. Þrátt fyrir það þróast íbúðaverð nokkuð hægt og í ágætu samræmi við verðlag annarra vara.
Háþrýstiþvottur
16. feb. 2021

Atvinnuleysi jókst minna í janúar en reikna mátti með

Á árinu 2000 voru konur með grunnskólapróf 67% atvinnulausra kvenna og konur með háskólapróf 7%. Á síðustu 20 árum hafa þessir tveir hópar þróast með algerlega gagnstæðum hætti. Hlutfall kvenna með grunnskólapróf af atvinnulausum konum hefur farið sífellt minnkandi og hlutfall háskólamenntaðra kvenna sífellt aukist. Í fyrra voru atvinnulausar konur með grunnskólamenntun 37% atvinnulausra kvenna og konur með háskólamenntun 33%.
Siglufjörður
15. feb. 2021

Mikil verðlækkun á gistingu hér á landi

Ein af afleiðingum minnkandi ferðalaga í heiminum eru almennar verðlækkanir á þjónustu hótela og gistiheimila. Verðlækkanirnar hafa þó verið mismiklar eftir löndum og skýrist það m.a. af því að farsóttin hefur haft mismikil áhrif á ferðaþjónustu hvers lands. Verðlækkun á gistingu hér á landi á síðasta ári var til að mynda mun meiri en að jafnaði í evrulöndunum.
Kranar á byggingarsvæði
15. feb. 2021

Vikubyrjun 15. febrúar 2021

Frá aldamótum hefur að jafnaði verið hafin bygging á fleiri íbúðum á hverja 100.000 íbúa hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum að meðaltali á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum, meðan fjöldinn er á bilinu 350-580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur