Líf­leg­ur íbúða­mark­að­ur um land allt

Íbúðaverð hækkaði víðar en á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Mest var hækkunin rúm 8% milli ára í Árborg. Alls staðar jókst íbúðasala og hafa kaupsamningar á landsvísu ekki verið fleiri á einu ári síðan 2007. Spenna virðist þó meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, ef marka má hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði.
Akureyri
1. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Líkt og minnst hefur verið á í fyrri Hagsjám Hagfræðideildar færðist talsverður kraftur í íbúðamarkað höfuðborgarsvæðisins á seinni hluta síðasta árs, í kjölfar vaxtalækkana. Hækkanir náðu þó einnig til annarra þéttbýlissvæða á landinu og hækkaði íbúðaverð á bilinu 4-8% milli ára, mest um 8,2% í Árborg. Á Akureyri, í Árborg og á höfuðborgarsvæðinu mældist alls staðar meiri hækkun milli ára í fyrra en árið áður. Á Akranesi og í Reykjanesbæ mældist örlítið minni hækkun.

Þrátt fyrir þá kreppu sem nú ríkir hefur íbúðasala verið mikil. Á landinu öllu seldust 12.568 íbúðir í fyrra sem er mesti fjöldi sem hefur selst á einu ári síðan 2007. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 8.403 íbúðir, eða 17% fleiri en árið áður. Hlutfallslega varð aukningin mest á Vesturlandi þar sem 531 kaupsamningar voru undirritaðir í fyrra, eða 26% fleiri en árið áður. Á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Suðurnesjum seldust alls staðar um 1.000 íbúðir, sem er aukning um 10-18% milli ára. Það er því ljóst að þó sums staðar hægi á verðhækkunum og staða atvinnu- og efnahagsmála hafi versnað virðist áhugi almennt mikill á íbúðakaupum um land allt. 

Við greindum frá því á dögunum að hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur aukist verulega á höfuðborgarsvæðinu og ekki mælst hærra síðan 2017, en 22% íbúða seldust yfir ásettu verði undir lok síðast árs samanborið við 8% árið áður. Gæti það verið vísbending um að spenna sé að aukast og gera megi ráð fyrir frekari verðhækkunum á næstu mánuðum.

Staðan virðist ekki hafa breyst með jafn afgerandi hætti utan höfuðborgarsvæðisins hvað þennan mælikvarða varðar. Um 9% fasteigna seldust yfir ásettu verði þar undir lok síðast árs sem er 1-3 prósentustigum lægra en hlutfallið árið áður, eftir því hvort horft er til nágrennis höfuðborgarsvæðisins eða annarra staða á landsbyggðinni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Líflegur íbúðamarkaður um land allt

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur