Laus­um störf­um hef­ur fjölg­að veru­lega

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi í ár fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.
29. júlí 2021 - Hagfræðideild

Afleiðingar kórónufaraldursins hafa komið mest fram á vinnumarkaðnum, fyrst og fremst í stórauknu atvinnuleysi, en einnig í minni atvinnuþátttöku og styttri vinnutíma. Afleiðingar kreppunnar hafa komið mjög ójafnt niður á bæði atvinnugreinum, fyrirtækjum og launafólki.

Fjöldi starfa á vinnumarkaðnum er að sjálfsögðu mjög háður stöðu hagkerfisins hverju sinni. Sé litið á fjölda starfa á öllum vinnumarkaðnum á síðustu árum var fjöldi starfa  mestur á 3. ársfjórðungi 2019, um 226 þúsund störf. Á fyrri hluta þessa árs voru störfin hins vegar um 183 þúsund, eða u.þ.b. 80% af því sem mest var.

Þróun fjölda starfa hefur verið mismunandi í einstökum atvinnugreinum á síðustu árum. Mikil fækkun starfa í opinberri stjórnsýslu 2019-2020 vekur athygli, en hún kemur til vegna breytinga á flokkun sumra opinberra fyrirtækja og fyrirtækja sem voru flutt úr opinberri þjónustu yfir í einkageirann.

Það kemur ekki á óvart að fækkun starfa á síðustu árum hefur verið mest í verslun og veitinga- og gististöðum (þarna er margar greinar flokkaðar saman) og í ferðaþjónustu. Störfum hefur einnig fjölgað í byggingarstarfsemi, en bæði fjármála- og vátryggingarstarfsemi og sjávarútvegur hafa verið nokkuð stöðug.

Lausum störfum á vinnumarkaðnum fækkaði nokkuð í lok ársins 2019 og staðan hefur verið tiltölulega óbreytt allt fram á þetta ár þegar þeim fjölgaði nokkuð á 1. ársfjórðungi og svo varð veruleg fjölgun á 2. ársfjórðungi í ár þegar um 7.600 störf voru í boði og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast frá fyrri ársfjórðungi. Þróunin var mismunandi eftir greinum. Sé litið á þróunina á þessu ári sést að flest störf hafa orðið til í verslun, veitinga- og gististöðum og í ferðaþjónustu. Þá hefur lausum störfum fjölgað verulega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og nokkur fjölgun hefur orðið í opinberri þjónustu.

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.

Nokkuð hefur borið á fréttum um að erfitt hafi verið að manna störf eftir að hagkerfið tók við sér aftur og hafa þessar raddir einkum heyrst úr ferðaþjónustu. Þessi staða hefur verið uppi víðar á Vesturlöndum. Svo virðist sem staða launafólks hafi styrkst, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum og að fyrirtæki hafi þurft að bjóða betur en áður til þess að fá fólk til baka í þau störf sem í boði eru. Tilboð í kringum ráðningar hafa einnig batnað mikið og t.d. hafa heyrst fregnir af því að tiltölulega margir Bandaríkjamenn hafi í hyggju að segja upp starfi sínu og leita á önnur mið þar sem kjör séu betri.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Lausum störfum hefur fjölgað verulega

Þú gætir einnig haft áhuga á
Valtari
23. sept. 2021

Launavísitalan hækkaði um 0,3% í ágúst og heldur siglingu sinni áfram

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli ágústmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,5%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum.
Fasteignir
22. sept. 2021

Ekkert lát á hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst sem er talsvert meiri hækkun en á fyrri sumarmánuðum. Hækkanir eru komnar fram úr hækkun undirliggjandi þátta og því ósjálfbærar til lengri tíma. Áhrif vaxtahækkana eiga enn eftir að koma fram.
Alþingi
20. sept. 2021

Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Orlofshús á Íslandi
20. sept. 2021

Vikubyrjun 20. september 2021

Í tölum um kortaveltu Íslendinga sjást skýr merki um aukinn ferðahug Íslendinga.
Kauphöll
17. sept. 2021

Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Verðhækkanir hafa verið miklar og viðskipti aukist mikið. Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Álver í Reyðarfirði
13. sept. 2021

Vikubyrjun 13. september 2021

Í lok síðustu viku fór verð á áli yfir 2.800 dollara á tonnið í fyrsta sinn síðan í ágúst 2008.
Hverasvæði
10. sept. 2021

Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur