Laus­um störf­um hef­ur fjölgað veru­lega

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi í ár fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.
29. júlí 2021 - Hagfræðideild

Afleiðingar kórónufaraldursins hafa komið mest fram á vinnumarkaðnum, fyrst og fremst í stórauknu atvinnuleysi, en einnig í minni atvinnuþátttöku og styttri vinnutíma. Afleiðingar kreppunnar hafa komið mjög ójafnt niður á bæði atvinnugreinum, fyrirtækjum og launafólki.

Fjöldi starfa á vinnumarkaðnum er að sjálfsögðu mjög háður stöðu hagkerfisins hverju sinni. Sé litið á fjölda starfa á öllum vinnumarkaðnum á síðustu árum var fjöldi starfa  mestur á 3. ársfjórðungi 2019, um 226 þúsund störf. Á fyrri hluta þessa árs voru störfin hins vegar um 183 þúsund, eða u.þ.b. 80% af því sem mest var.

Þróun fjölda starfa hefur verið mismunandi í einstökum atvinnugreinum á síðustu árum. Mikil fækkun starfa í opinberri stjórnsýslu 2019-2020 vekur athygli, en hún kemur til vegna breytinga á flokkun sumra opinberra fyrirtækja og fyrirtækja sem voru flutt úr opinberri þjónustu yfir í einkageirann.

Það kemur ekki á óvart að fækkun starfa á síðustu árum hefur verið mest í verslun og veitinga- og gististöðum (þarna er margar greinar flokkaðar saman) og í ferðaþjónustu. Störfum hefur einnig fjölgað í byggingarstarfsemi, en bæði fjármála- og vátryggingarstarfsemi og sjávarútvegur hafa verið nokkuð stöðug.

Lausum störfum á vinnumarkaðnum fækkaði nokkuð í lok ársins 2019 og staðan hefur verið tiltölulega óbreytt allt fram á þetta ár þegar þeim fjölgaði nokkuð á 1. ársfjórðungi og svo varð veruleg fjölgun á 2. ársfjórðungi í ár þegar um 7.600 störf voru í boði og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast frá fyrri ársfjórðungi. Þróunin var mismunandi eftir greinum. Sé litið á þróunina á þessu ári sést að flest störf hafa orðið til í verslun, veitinga- og gististöðum og í ferðaþjónustu. Þá hefur lausum störfum fjölgað verulega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og nokkur fjölgun hefur orðið í opinberri þjónustu.

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.

Nokkuð hefur borið á fréttum um að erfitt hafi verið að manna störf eftir að hagkerfið tók við sér aftur og hafa þessar raddir einkum heyrst úr ferðaþjónustu. Þessi staða hefur verið uppi víðar á Vesturlöndum. Svo virðist sem staða launafólks hafi styrkst, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum og að fyrirtæki hafi þurft að bjóða betur en áður til þess að fá fólk til baka í þau störf sem í boði eru. Tilboð í kringum ráðningar hafa einnig batnað mikið og t.d. hafa heyrst fregnir af því að tiltölulega margir Bandaríkjamenn hafi í hyggju að segja upp starfi sínu og leita á önnur mið þar sem kjör séu betri.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Lausum störfum hefur fjölgað verulega

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur