Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Laus­um störf­um hef­ur fjölg­að veru­lega

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi í ár fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.
29. júlí 2021 - Greiningardeild

Afleiðingar kórónufaraldursins hafa komið mest fram á vinnumarkaðnum, fyrst og fremst í stórauknu atvinnuleysi, en einnig í minni atvinnuþátttöku og styttri vinnutíma. Afleiðingar kreppunnar hafa komið mjög ójafnt niður á bæði atvinnugreinum, fyrirtækjum og launafólki.

Fjöldi starfa á vinnumarkaðnum er að sjálfsögðu mjög háður stöðu hagkerfisins hverju sinni. Sé litið á fjölda starfa á öllum vinnumarkaðnum á síðustu árum var fjöldi starfa  mestur á 3. ársfjórðungi 2019, um 226 þúsund störf. Á fyrri hluta þessa árs voru störfin hins vegar um 183 þúsund, eða u.þ.b. 80% af því sem mest var.

Þróun fjölda starfa hefur verið mismunandi í einstökum atvinnugreinum á síðustu árum. Mikil fækkun starfa í opinberri stjórnsýslu 2019-2020 vekur athygli, en hún kemur til vegna breytinga á flokkun sumra opinberra fyrirtækja og fyrirtækja sem voru flutt úr opinberri þjónustu yfir í einkageirann.

Það kemur ekki á óvart að fækkun starfa á síðustu árum hefur verið mest í verslun og veitinga- og gististöðum (þarna er margar greinar flokkaðar saman) og í ferðaþjónustu. Störfum hefur einnig fjölgað í byggingarstarfsemi, en bæði fjármála- og vátryggingarstarfsemi og sjávarútvegur hafa verið nokkuð stöðug.

Lausum störfum á vinnumarkaðnum fækkaði nokkuð í lok ársins 2019 og staðan hefur verið tiltölulega óbreytt allt fram á þetta ár þegar þeim fjölgaði nokkuð á 1. ársfjórðungi og svo varð veruleg fjölgun á 2. ársfjórðungi í ár þegar um 7.600 störf voru í boði og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast frá fyrri ársfjórðungi. Þróunin var mismunandi eftir greinum. Sé litið á þróunina á þessu ári sést að flest störf hafa orðið til í verslun, veitinga- og gististöðum og í ferðaþjónustu. Þá hefur lausum störfum fjölgað verulega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og nokkur fjölgun hefur orðið í opinberri þjónustu.

Hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur aukist mikið á þessu ári. Á árinu 2019 voru laus störf upp undir 2% af fjölda starfa meginhluta ársins en síðan lækkaði hlutfallið á 4. ársfjórðungi og var nokkuð svipað allt fram á árið 2021. Á fyrsta ársfjórðungi fór hlutfallið upp í tæp 2% og svo upp í 4% á 2. ársfjórðungi samhliða því sem hagkerfið var að komast af stað. Ferðaþjónustan nýtur nokkurrar sérstöðu varðandi hlutfallslega fjölgun starfa, en á 2. ársfjórðungi var fjöldi lausra starfa um 12% af fjölda starfa í greininni. Á sama tíma voru laus störf í byggingarstarfsemi um 6% og þau voru um 5% í verslun, veitinga- og gististöðum.

Nokkuð hefur borið á fréttum um að erfitt hafi verið að manna störf eftir að hagkerfið tók við sér aftur og hafa þessar raddir einkum heyrst úr ferðaþjónustu. Þessi staða hefur verið uppi víðar á Vesturlöndum. Svo virðist sem staða launafólks hafi styrkst, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum og að fyrirtæki hafi þurft að bjóða betur en áður til þess að fá fólk til baka í þau störf sem í boði eru. Tilboð í kringum ráðningar hafa einnig batnað mikið og t.d. hafa heyrst fregnir af því að tiltölulega margir Bandaríkjamenn hafi í hyggju að segja upp starfi sínu og leita á önnur mið þar sem kjör séu betri.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Lausum störfum hefur fjölgað verulega

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.