Launa­vísi­tal­an lækk­aði í júlí – op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir launa­þró­un­ina áfram

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum. Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð.
Smiður að störfum
24. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Launavísitalan lækkaði um 0,1% milli júní og júlí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,4% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Launavísitalan lækkaði síðast í júlí í fyrra og þar á undan í júní 2019. Það er því ekkert nýtt að launavísitalan lækki smávegis á miðju sumri. Ekki hefur verið um almennar launahækkanir að ræða samkvæmt kjarasamningum síðan í janúar og kjarasamningsbundnar hækkanir verða ekki aftur fyrr en í janúar 2022. Það sem af er ársins hefur verið talsverð hreyfing á launavísitölunni upp á við, en miðað við stöðuna mætti ætla að launaþróun væri á rólegum nótum um þessar mundir og staðan verði mögulega svipuð út árið.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli júlímánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,8% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,4%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í júlí 1,1% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Í apríl 2020 hækkuðu laun nær allra í landinu vegna kjarasamninga. Á þeim tímapunkti má segja að opinberi markaðurinn hafi unnið upp þá töf sem orðið hafði á kjarasamningsbundnum launahækkunum miðað við almenna markaðinn. Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá maí 2020 fram til sama tíma 2021 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,8% á þessum tíma og um 12,4% á þeim opinbera, 10,7% hjá ríkinu og 14,5% hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest, eða um 8,4% milli ára í maí. Laun tækna og sérmenntaðs fólks hækkuðu minnst, eða um 3,9%. Launavísitalan hækkaði um 7,5% á tímabilinu þannig að einungis laun verkafólks hafa hækkað meira en meðaltalið og laun annarra starfsstétta minna, sérstaklega tækna og sérfræðinga. Stærsti hluti hækkunar launavísitölunnar er því á opinbera markaðnum.

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum.

Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð. Laun í greininni hækkuðu um 4,9% í apríl 2020 vegna áfangahækkana kjarasamninga og svo aftur um 4% í janúar 2021 af sömu ástæðu. Kjarasamningarnir hafa því verið hlutfallslega dýrir fyrir ferðaþjónustuna eins og reikna mátti með þar sem launastig er almennt lágt í þeim geira. Í apríl 2021 hækkuðu laun svo aftur um 3,1% án þess að um hækkanir vegna kjarasamninga væri að ræða. Líkleg skýring er að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun til þess að geta mannað stöður í greininni, en á þessum tíma var einmitt nokkur umræða um að erfitt væri að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan lækkaði í júlí – opinberi markaðurinn leiðir launaþróunina áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Íbúðahús
16. nóv. 2023
Spáum 8,0% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember og að ársverðbólga aukist úr 7,9% í 8,0%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru, en flugfargjöld til útlanda vega þyngst til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga aukist svo lítillega í desember, í 8,1%, en hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar.
Veitingastaður
14. nóv. 2023
Laun hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum
Laun hafa hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum á síðustu árum og mest meðal verka- og þjónustufólks. Frá því rétt áður en lífskjarasamningarnir voru samþykktir árið 2019 hafa laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkað um að meðaltali 48,5% og verkafólks um 48,2%. Laun stjórnenda hafa á sama tímabili hækkað um 27,4% og laun sérfræðinga um 33,4%. Kaupmáttur hefur aukist um að meðaltali 10% á tímabilinu, en þróunin er ólík eftir hópum.
13. nóv. 2023
Vikubyrjun 13. nóvember 2023
Netverslun Íslendinga er að jafnaði langmest í nóvember. Það skýrist af stórum netútsöludögum í mánuðinum eins og makalausa deginum (e. Singles’ Day), svörtum föstudegi (e. Black Friday) og stafrænum mánudegi (e. Cyber Monday).
Fólk við Geysi
10. nóv. 2023
Aldrei fleiri ferðamenn í október
Um 205 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Keflavíkurflugvelli í október og hafa aldrei verið fleiri í mánuðinum. Alls hafa um 1.940 þúsund erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð það sem af er ári, örlítið fleiri en árið 2017 og lítillega færri en metárið 2018.
Kranar á byggingarsvæði
6. nóv. 2023
Vikubyrjun 6. nóvember 2023
Velta í byggingariðnaði dróst saman á milli ára í júlí og ágúst, samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem byggja á virðisaukaskattsskýrslum. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem veltan minnkar og til samanburðar jókst hún um rúm 15% milli ára á VSK-tímabilinu maí-júní.
2. nóv. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur