Launa­vísi­tal­an lækk­aði í júlí – op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir launa­þró­un­ina áfram

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum. Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð.
Smiður að störfum
24. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Launavísitalan lækkaði um 0,1% milli júní og júlí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,4% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Launavísitalan lækkaði síðast í júlí í fyrra og þar á undan í júní 2019. Það er því ekkert nýtt að launavísitalan lækki smávegis á miðju sumri. Ekki hefur verið um almennar launahækkanir að ræða samkvæmt kjarasamningum síðan í janúar og kjarasamningsbundnar hækkanir verða ekki aftur fyrr en í janúar 2022. Það sem af er ársins hefur verið talsverð hreyfing á launavísitölunni upp á við, en miðað við stöðuna mætti ætla að launaþróun væri á rólegum nótum um þessar mundir og staðan verði mögulega svipuð út árið.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli júlímánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,8% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,4%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í júlí 1,1% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Í apríl 2020 hækkuðu laun nær allra í landinu vegna kjarasamninga. Á þeim tímapunkti má segja að opinberi markaðurinn hafi unnið upp þá töf sem orðið hafði á kjarasamningsbundnum launahækkunum miðað við almenna markaðinn. Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá maí 2020 fram til sama tíma 2021 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,8% á þessum tíma og um 12,4% á þeim opinbera, 10,7% hjá ríkinu og 14,5% hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest, eða um 8,4% milli ára í maí. Laun tækna og sérmenntaðs fólks hækkuðu minnst, eða um 3,9%. Launavísitalan hækkaði um 7,5% á tímabilinu þannig að einungis laun verkafólks hafa hækkað meira en meðaltalið og laun annarra starfsstétta minna, sérstaklega tækna og sérfræðinga. Stærsti hluti hækkunar launavísitölunnar er því á opinbera markaðnum.

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum.

Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð. Laun í greininni hækkuðu um 4,9% í apríl 2020 vegna áfangahækkana kjarasamninga og svo aftur um 4% í janúar 2021 af sömu ástæðu. Kjarasamningarnir hafa því verið hlutfallslega dýrir fyrir ferðaþjónustuna eins og reikna mátti með þar sem launastig er almennt lágt í þeim geira. Í apríl 2021 hækkuðu laun svo aftur um 3,1% án þess að um hækkanir vegna kjarasamninga væri að ræða. Líkleg skýring er að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun til þess að geta mannað stöður í greininni, en á þessum tíma var einmitt nokkur umræða um að erfitt væri að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan lækkaði í júlí – opinberi markaðurinn leiðir launaþróunina áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur