Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­vísi­tal­an hækk­aði um 0,3% í ág­úst og held­ur sigl­ingu sinni áfram

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli ágústmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,5%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum.
Valtari
23. september 2021 - Greiningardeild

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna  áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,7% á fyrstu átta mánuðum ársins. Ekki hefur verið um almennar launahækkanir að ræða samkvæmt kjarasamningum síðan í janúar og kjarasamningsbundnar hækkanir verða ekki aftur fyrr en í janúar 2022. Það sem af er ári hefur verið talsverð hreyfing á launavísitölunni upp á við, en miðað við stöðuna mætti ætla að launaþróun væri á rólegum nótum um þessar mundir og staðan verði mögulega svipuð út árið.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli ágústmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,5%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í júlí 1,2%  lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli 2. ársfjórðungs 2020 og 2021 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,8% á þessum tíma og um 12,1% á þeim opinbera, 10,5% hjá ríkinu og 14,1% hjá sveitarfélögunum.

Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast. Á þessu ári hefur  hluti hækkunarinnar á opinbera markaðnum komið til vegna vinnutímastyttingar líkt og gerðist á almenna markaðnum í fyrra. Áhrif styttingar vinnutíma eru hins vegar ekki metin inn í launavísitölu nema þau séu talin ígildi launahækkana.

Frá nóvember 2019 til júní 2021 eru áhrif styttingar vinnuviku talin vera um 0,9 prósentustig á almennum vinnumarkaði, 2,7 prósentustig hjá ríkisstarfsmönnum og 3,0 prósentustig hjá starfsfólki sveitarfélaga.

Í september 2021 skal launa- og forsendunefnd lífskjarasamningsins meta hvort forsendur um kaupmátt launa, vexti og þær stjórnvaldsákvarðanir, lagabreytingar og fjármögnun sem heitið var í yfirlýsingum ríkisstjórnar hafi staðist. Tilkynna skal ákvörðun nefndarinnar fyrir lok september.

Ekki er búist við að mikill ágreiningur verði uppi að þessu sinni og útlit er fyrir að nefndin nái samkomulagi um að forsendur hafi staðist. Verði staðan sú mun lífskjarasamningurinn gilda til 1. nóvember 2022.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan hækkaði um 0,3% í ágúst og heldur siglingu sinni áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.