Launa­vísi­tala - op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir þró­un­ina

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,4%, sem er töluvert minni ársbreyting en á fyrstu mánuðum ársins. Launavísitalan hefur hækkað mun meira undanfarið á opinbera markaðnum en þeim almenna.
Valtari
25. maí 2021 - Hagfræðideild

Í apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 3,3%, aðallega vegna áfangahækkana kjarasamninga, og er það ástæðan fyrir mikilli lækkun milli ára í apríl.   Launavísitalan hefur nú hækkað um samtals 4,7% frá áramótum þannig að launabreytingar eru enn töluverðar. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar spáðum við því að launavísitalan myndi hækka um 7,9% milli ársmeðaltala 2020 og 2021, síðan um 5,6% á árinu 2022 og 3,5% á árinu 2023.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% milli aprílmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,4% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er 2,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala lækkaði um 0,4% milli mars og apríl 2021.

Launin á almenna markaðnum hækkuðu um 8,7% frá febrúar 2020 fram til sama tíma 2021 og um 16% á þeim opinbera, 13,9% hjá ríkinu og 18,5% hjá sveitarfélögunum. Á sama tíma hækkaði launavísitalan fyrir alla um 10,6%. Þess ber að geta að kjarasamningar opinberra starfsmanna voru almennt gerðir vorið 2020, mun seinna en á almenna markaðnum, og gætir þeirra hækkana í þessum tölum.

Laun á opinbera markaðnum hafa hækkað mun meira en á þeim almenna milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2021 hækkuðu laun á almenna markaðnum um 3,2%, en um 6,3% á þeim opinbera. Á síðustu misserum myndaðist bil á milli launaþróunar á þessum tveimur mörkuðum þar sem kjarasamningar á opinbera markaðnum voru gerðir mun seinna en á þeim almenna. Launaþróunin hefur verið mun hraðari á opinbera markaðnum á síðustu mánuðum þannig að þetta bil hefur nú verið brúað að fullu og rúmlega það. Þróun launa á opinbera og almenna markaðnum hefur yfirleitt verið með álíka hætti yfir lengri tímabil, en þar sem um eitt og hálft ár er eftir af núgildandi kjarasamningi, þar sem flestir hópar eru í sama umhverfi, er ekki líklegt að sá munur sem kominn er fram núna jafnist í bráð.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli febrúarmánaða 2020 og 2021, um 13,7%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst, eða um 4,3%. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á þessu tímabili þannig að laun verkafólks hafa hækkað mun meira en meðaltalið og laun stjórnenda verulega minna. Meginmarkmið síðustu kjarasamninga var að lægstu laun hækkuðu meira en þau hærri. Þessar niðurstöður, þar sem laun verkafólks og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækka áberandi mest, benda til þess að þau markmið hafi gengið nokkuð vel eftir.

Launavísitala er ekki góður mælikvarði á þróun tekna í samfélaginu. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar kom fram að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust mikið á árinu 2020, eða um rúm 7%, og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 2,5%. Þrátt fyrir að launatekjur heimilanna hafi dregist saman um 2% milli ára jukust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur um 27% sem skýrir mikla hækkun ráðstöfunartekna.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launavísitala - opinberi markaðurinn leiðir þróunina

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021

Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Alþingishús
8. júní 2021

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Dollarar og Evrur
7. júní 2021

Krónan styrktist í maí

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í maí og hefur ekki mælst sterkari frá því um miðjan mars á síðasta ári. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 35,5 ma.kr. Hlutdeild Seðlabanka Íslands var 2,1 ma.kr., sem var 5,8% af heildarveltunni.
7. júní 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 440 m.kr. í maí. Ávöxtunarkrafan hækkaði nokkuð á markaði.
Hverasvæði
7. júní 2021

Vikubyrjun 7. júní 2021

Lausum störfum samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, eða úr 350 í febrúar í tæplega 2.000 í apríl. Til samanburðar er meðaltal áranna 2011-2020 um 215 og fór hæst á þessu tímabili í 500 í september 2016.
Gönguleið
2. júní 2021

Halli á viðskiptajöfnuði á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 27,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er um 38,8 ma.kr. lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi 2020 og 50 ma.kr. lakari niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Óveruleg breyting varð á hreinni erlendri stöðu á fjórðungnum, en í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.069 ma.kr.
Maður á ísjaka
1. júní 2021

Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Sólheimasandur
31. maí 2021

Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 1,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er mun minni samdráttur en verið hefur á síðustu fjórðungum. Mesti samdrátturinn var á öðrum fjórðungi síðasta árs þegar hann nam 10,1%. Síðan þá hefur dregið úr samdrættinum. Við teljum að samdráttur hagkerfisins muni fljótlega breytast í vöxt og spáum því að hagvöxtur yfir árið í heild verði 4,9%.
Smiður
31. maí 2021

Batamerki á vinnumarkaði

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú í apríl 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.
Ský
31. maí 2021

Vikubyrjun 31. maí 2021

Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er að aukast. Þannig jókst verðbólga í Bandaríkjunum úr 2,6% í mars í 4,2% í apríl og úr 0,7% í 1,5% í Bretlandi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur