Launa­vísi­tala - op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir þró­un­ina

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,4%, sem er töluvert minni ársbreyting en á fyrstu mánuðum ársins. Launavísitalan hefur hækkað mun meira undanfarið á opinbera markaðnum en þeim almenna.
Valtari
25. maí 2021 - Hagfræðideild

Í apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 3,3%, aðallega vegna áfangahækkana kjarasamninga, og er það ástæðan fyrir mikilli lækkun milli ára í apríl.   Launavísitalan hefur nú hækkað um samtals 4,7% frá áramótum þannig að launabreytingar eru enn töluverðar. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar spáðum við því að launavísitalan myndi hækka um 7,9% milli ársmeðaltala 2020 og 2021, síðan um 5,6% á árinu 2022 og 3,5% á árinu 2023.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% milli aprílmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,4% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er 2,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala lækkaði um 0,4% milli mars og apríl 2021.

Launin á almenna markaðnum hækkuðu um 8,7% frá febrúar 2020 fram til sama tíma 2021 og um 16% á þeim opinbera, 13,9% hjá ríkinu og 18,5% hjá sveitarfélögunum. Á sama tíma hækkaði launavísitalan fyrir alla um 10,6%. Þess ber að geta að kjarasamningar opinberra starfsmanna voru almennt gerðir vorið 2020, mun seinna en á almenna markaðnum, og gætir þeirra hækkana í þessum tölum.

Laun á opinbera markaðnum hafa hækkað mun meira en á þeim almenna milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2021 hækkuðu laun á almenna markaðnum um 3,2%, en um 6,3% á þeim opinbera. Á síðustu misserum myndaðist bil á milli launaþróunar á þessum tveimur mörkuðum þar sem kjarasamningar á opinbera markaðnum voru gerðir mun seinna en á þeim almenna. Launaþróunin hefur verið mun hraðari á opinbera markaðnum á síðustu mánuðum þannig að þetta bil hefur nú verið brúað að fullu og rúmlega það. Þróun launa á opinbera og almenna markaðnum hefur yfirleitt verið með álíka hætti yfir lengri tímabil, en þar sem um eitt og hálft ár er eftir af núgildandi kjarasamningi, þar sem flestir hópar eru í sama umhverfi, er ekki líklegt að sá munur sem kominn er fram núna jafnist í bráð.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli febrúarmánaða 2020 og 2021, um 13,7%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst, eða um 4,3%. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á þessu tímabili þannig að laun verkafólks hafa hækkað mun meira en meðaltalið og laun stjórnenda verulega minna. Meginmarkmið síðustu kjarasamninga var að lægstu laun hækkuðu meira en þau hærri. Þessar niðurstöður, þar sem laun verkafólks og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækka áberandi mest, benda til þess að þau markmið hafi gengið nokkuð vel eftir.

Launavísitala er ekki góður mælikvarði á þróun tekna í samfélaginu. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar kom fram að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust mikið á árinu 2020, eða um rúm 7%, og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 2,5%. Þrátt fyrir að launatekjur heimilanna hafi dregist saman um 2% milli ára jukust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur um 27% sem skýrir mikla hækkun ráðstöfunartekna.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launavísitala - opinberi markaðurinn leiðir þróunina

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur