Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­vísi­tala - op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir þró­un­ina

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,4%, sem er töluvert minni ársbreyting en á fyrstu mánuðum ársins. Launavísitalan hefur hækkað mun meira undanfarið á opinbera markaðnum en þeim almenna.
Valtari
25. maí 2021 - Greiningardeild

Í apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 3,3%, aðallega vegna áfangahækkana kjarasamninga, og er það ástæðan fyrir mikilli lækkun milli ára í apríl.   Launavísitalan hefur nú hækkað um samtals 4,7% frá áramótum þannig að launabreytingar eru enn töluverðar. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar spáðum við því að launavísitalan myndi hækka um 7,9% milli ársmeðaltala 2020 og 2021, síðan um 5,6% á árinu 2022 og 3,5% á árinu 2023.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% milli aprílmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,4% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er 2,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala lækkaði um 0,4% milli mars og apríl 2021.

Launin á almenna markaðnum hækkuðu um 8,7% frá febrúar 2020 fram til sama tíma 2021 og um 16% á þeim opinbera, 13,9% hjá ríkinu og 18,5% hjá sveitarfélögunum. Á sama tíma hækkaði launavísitalan fyrir alla um 10,6%. Þess ber að geta að kjarasamningar opinberra starfsmanna voru almennt gerðir vorið 2020, mun seinna en á almenna markaðnum, og gætir þeirra hækkana í þessum tölum.

Laun á opinbera markaðnum hafa hækkað mun meira en á þeim almenna milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2021 hækkuðu laun á almenna markaðnum um 3,2%, en um 6,3% á þeim opinbera. Á síðustu misserum myndaðist bil á milli launaþróunar á þessum tveimur mörkuðum þar sem kjarasamningar á opinbera markaðnum voru gerðir mun seinna en á þeim almenna. Launaþróunin hefur verið mun hraðari á opinbera markaðnum á síðustu mánuðum þannig að þetta bil hefur nú verið brúað að fullu og rúmlega það. Þróun launa á opinbera og almenna markaðnum hefur yfirleitt verið með álíka hætti yfir lengri tímabil, en þar sem um eitt og hálft ár er eftir af núgildandi kjarasamningi, þar sem flestir hópar eru í sama umhverfi, er ekki líklegt að sá munur sem kominn er fram núna jafnist í bráð.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli febrúarmánaða 2020 og 2021, um 13,7%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst, eða um 4,3%. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á þessu tímabili þannig að laun verkafólks hafa hækkað mun meira en meðaltalið og laun stjórnenda verulega minna. Meginmarkmið síðustu kjarasamninga var að lægstu laun hækkuðu meira en þau hærri. Þessar niðurstöður, þar sem laun verkafólks og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækka áberandi mest, benda til þess að þau markmið hafi gengið nokkuð vel eftir.

Launavísitala er ekki góður mælikvarði á þróun tekna í samfélaginu. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar kom fram að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust mikið á árinu 2020, eða um rúm 7%, og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 2,5%. Þrátt fyrir að launatekjur heimilanna hafi dregist saman um 2% milli ára jukust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur um 27% sem skýrir mikla hækkun ráðstöfunartekna.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launavísitala - opinberi markaðurinn leiðir þróunina

Þú gætir einnig haft áhuga á
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.
26. maí 2025
Vikubyrjun 26. maí 2025
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti um 0,25 prósentur í síðustu viku. HMS birti vísitölu íbúðaverðs, en árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,0% í 7,6%. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu fyrir maí, en við spáum því að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 3,9%.
Fjölbýlishús
22. maí 2025
Íbúðaverð heldur áfram að hækka þótt hægi á
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs hefur lækkað síðustu þrjá mánuði og mælist nú 7,6%. Raunverð íbúða er töluvert hærra núna en fyrir ári síðan. Undirrituðum kaupsamningum hefur fækkað á milli ára síðustu þrjá mánuði, eftir að hafa fjölgað sífellt frá september 2023, ef frá er talinn desember síðastliðinn.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. maí 2025
Vikubyrjun 19. maí 2025
Kortavelta Íslendinga jókst verulega í apríl, sérstaklega erlendis þar sem hún var 32,8% meiri en í apríl í fyrra að raunvirði. Íslendingar hafa aldrei farið í jafnmargar utanlandsferðir í einum mánuði og í apríl síðastliðnum. Nýlegar vísbendingar um aukinn eftirspurnarþrýsting draga enn frekar úr líkum á vaxtalækkun á miðvikudaginn, en við spáum því að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í ágúst.
Flugvél
16. maí 2025
Íslendingar á faraldsfæti og kortavelta erlendis aldrei meiri
Kortavelta jókst um 9,4% á milli ára í apríl að raunvirði og erlendis jókst hún um 32,8%. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í einum mánuði en í apríl síðastliðnum, samkvæmt gögnum Ferðamálastofu. Nýbirtar kortaveltutölur renna enn frekari stoðum undir spá um að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Neysla landsmanna hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt vaxtastig og við teljum horfur á að einkaneysla aukist smám saman á næstu árum.