Launa­summa og fjöldi starfs­fólks – ferða­þjón­ust­an enn með mikla sér­stöðu

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Siglufjörður
19. janúar 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 8,7% á sama tíma og hækkuðu því heildarlaunatekjur Íslendinga með álíka hætti og föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. Eins og gildir jafnan um heildartölur og meðaltöl er mjög mismunandi þróun á bak við þessa tölur.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur enn töluverða sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um 2,6% á milli ára. Á hinum endanum eru heild- og smásala og opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) með í kringum 10% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu tíu mánuðina. Þróun launasummunnar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi er reyndar er ekki svo frábrugðin ferðaþjónustunni þrátt fyrir að þar hafi ekki verið um stór áföll að ræða.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð nokkuð vel í hendur fram til ársins 2019. Eftir það minnkaði launasumman í ferðaþjónustunni mikið á árinu 2020 og aftur lítillega á árinu 2021. Í byggingarstarfseminni jókst hún aftur á móti fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar með nánast stöðuga aukningu nær allt tímabilið. Launasumman í heild- og smásölu hefur reyndar aukist allt tímabilið þó með óreglulegri hætti sé. Stóra myndin er samt sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum með miklu risi og falli.

Sjávarútvegur og fjármálaþjónusta eru með töluverða sérstöðu meðal þessara greina, t.d. hefur launasumman í fjármálaþjónustu ekkert breyst að nafnverði síðan 2017.

Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 8,4% að nafnverði á sama tíma, þannig að tekjur á einstakling hafa aukist töluvert. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 12% á meðan ekki fækkaði markvert í öðrum greinum. Fjölgunin hefur verið áberandi mest í byggingarstarfsemi á þessu tímabili.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks ekki með alveg sama hætti og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn að fram til 2019 og þá skilur á milli. Fjöldi starfsfólks í byggingarstarfsemi var svipaður 2019 og 2020, og jókst svo áfram 2021. Byggingarstarfsemin hefur því töluverða sérstöðu meðal þessara greina sé litið á tímabilið frá 2015. Opinbera stjórnsýslan hefur einnig búið við nokkuð stöðuga fjölgun á starfsfólki nær allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launasumma og fjöldi starfsfólks – ferðaþjónustan enn með mikla sérstöðu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
13. maí 2022

Spáum því að verðbólga aukist milli mánaða og verði 7,6% í maí

Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) mánudaginn 30. maí. Við spáum tæplega 0,8% hækkun vísitölunnar milli apríl og maí.
Valtari
12. maí 2022

Atvinnuleysi nú lægra en fyrir faraldur

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í apríl 4,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,9% frá því í mars. Í janúar og febrúar 2020 var atvinnuleysið 4,8% og 5%.
Fjölbýlishús
9. maí 2022

Vikubyrjun 9. maí 2022

Seðlabankinn brást við efnahagssamdrættinum vegna Covid-faraldursins með því að lækka vexti. Tölur um útlán lánakerfisins benda til þess að heimilin hafi nýtt sér þessa vaxtalækkun fremur en fyrirtæki.
Kauphöll
4. maí 2022

Almenn lækkun á hlutabréfamörkuðum í apríl

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði ögn í apríl líkt og hlutabréfamarkaðir flestra viðskiptalanda Íslands. Lækkunin var þó almennt séð meiri í flestum viðskiptalöndunum en hér á landi. Þrátt fyrir lækkun á markaðnum varð þó verðhækkun hjá 13 af 20 félögum á aðallista kauphallarinnar. Lækkun á markaðnum í heild skýrist fyrst og fremst af verðlækkun stórra félaga eins og viðskiptabankanna og Marels. 
Seðlabanki Íslands
2. maí 2022

Vikubyrjun 2. maí 2022

Til að átta sig á aðhaldi peningastefnu er betra að skoða raunstýrivexti en nafnstýrivexti. Raunstýrivextir hér á landi eru núna í sögulegu lágmarki.
Matvöruverslun
28. apríl 2022

Verðbólga mældist 7,2% í apríl

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1,25% milli mánaða í apríl og mælist verðbólgan nú 7,2% samanborið við 6,7% í mars. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún var 7,5%. Þá var verðbólguskot vegna hrunsins að renna sitt skeið.
Seðlabanki Íslands
28. apríl 2022

Spáum 1 prósentustigs hækkun stýrivaxta í maí

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 1 prósentustig í næstu viku og að meginvextir Seðlabanka Íslands fari úr 2,75% upp í 3,75%. Þetta yrði óvenjustórt skref en þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga á undanförnum mánuðum kallar á stórt skref. Við útilokum ekki enn stærri skref, en það sem dregur úr líkum á því er að nefndinni er í lófa lagið að hækka vextina frekar strax í júní.
Krani með stiga
27. apríl 2022

Launavísitala hækkaði í mars – kaupmáttur enn mikill en á leið niður á við

Óvenju mikið bil myndaðist á milli launaþróunar á opinbera og almenna markaðnum í upphafi síðasta árs og virðist það ekki fara minnkandi. Miðað við útgangspunkt í upphafi ársins 2015 hefur hækkun launa því verið mun meiri á opinbera markaðnum en á þeim almenna og opinberi markaðurinn verið leiðandi í launabreytingum.
Þjóðvegur
25. apríl 2022

Sterkur vinnumarkaður hér á landi eins og víða á Vesturlöndum

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan. Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.
Fasteignir
25. apríl 2022

Vikubyrjun 25. apríl 2022

Miklar hækkanir íbúðaverðs þessa dagana hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 17% umfram almennt verðlag (raunverð) síðustu tólf mánuði. Frá því að mælingar á vísitölu íbúðaverðs hófust fyrir tæplega 30 árum hefur raunverðshækkunin aðeins tvisvar farið yfir 20% á ársgrundvelli.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur