Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­summa og fjöldi starfs­fólks – ferða­þjón­ust­an enn með mikla sér­stöðu

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Siglufjörður
19. janúar 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan hækkaði um 8,7% á sama tíma og hækkuðu því heildarlaunatekjur Íslendinga með álíka hætti og föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. Eins og gildir jafnan um heildartölur og meðaltöl er mjög mismunandi þróun á bak við þessa tölur.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur enn töluverða sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um 2,6% á milli ára. Á hinum endanum eru heild- og smásala og opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) með í kringum 10% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu tíu mánuðina. Þróun launasummunnar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi er reyndar er ekki svo frábrugðin ferðaþjónustunni þrátt fyrir að þar hafi ekki verið um stór áföll að ræða.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð nokkuð vel í hendur fram til ársins 2019. Eftir það minnkaði launasumman í ferðaþjónustunni mikið á árinu 2020 og aftur lítillega á árinu 2021. Í byggingarstarfseminni jókst hún aftur á móti fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar með nánast stöðuga aukningu nær allt tímabilið. Launasumman í heild- og smásölu hefur reyndar aukist allt tímabilið þó með óreglulegri hætti sé. Stóra myndin er samt sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum með miklu risi og falli.

Sjávarútvegur og fjármálaþjónusta eru með töluverða sérstöðu meðal þessara greina, t.d. hefur launasumman í fjármálaþjónustu ekkert breyst að nafnverði síðan 2017.

Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 8,4% að nafnverði á sama tíma, þannig að tekjur á einstakling hafa aukist töluvert. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 12% á meðan ekki fækkaði markvert í öðrum greinum. Fjölgunin hefur verið áberandi mest í byggingarstarfsemi á þessu tímabili.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks ekki með alveg sama hætti og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn að fram til 2019 og þá skilur á milli. Fjöldi starfsfólks í byggingarstarfsemi var svipaður 2019 og 2020, og jókst svo áfram 2021. Byggingarstarfsemin hefur því töluverða sérstöðu meðal þessara greina sé litið á tímabilið frá 2015. Opinbera stjórnsýslan hefur einnig búið við nokkuð stöðuga fjölgun á starfsfólki nær allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launasumma og fjöldi starfsfólks – ferðaþjónustan enn með mikla sérstöðu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.