Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­summa og fjöldi starfs­fólks – ferða­þjón­ust­an enn með mikla sér­stöðu

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Siglufjörður
19. janúar 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan hækkaði um 8,7% á sama tíma og hækkuðu því heildarlaunatekjur Íslendinga með álíka hætti og föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. Eins og gildir jafnan um heildartölur og meðaltöl er mjög mismunandi þróun á bak við þessa tölur.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur enn töluverða sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um 2,6% á milli ára. Á hinum endanum eru heild- og smásala og opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) með í kringum 10% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu tíu mánuðina. Þróun launasummunnar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi er reyndar er ekki svo frábrugðin ferðaþjónustunni þrátt fyrir að þar hafi ekki verið um stór áföll að ræða.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð nokkuð vel í hendur fram til ársins 2019. Eftir það minnkaði launasumman í ferðaþjónustunni mikið á árinu 2020 og aftur lítillega á árinu 2021. Í byggingarstarfseminni jókst hún aftur á móti fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar með nánast stöðuga aukningu nær allt tímabilið. Launasumman í heild- og smásölu hefur reyndar aukist allt tímabilið þó með óreglulegri hætti sé. Stóra myndin er samt sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum með miklu risi og falli.

Sjávarútvegur og fjármálaþjónusta eru með töluverða sérstöðu meðal þessara greina, t.d. hefur launasumman í fjármálaþjónustu ekkert breyst að nafnverði síðan 2017.

Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 8,4% að nafnverði á sama tíma, þannig að tekjur á einstakling hafa aukist töluvert. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 12% á meðan ekki fækkaði markvert í öðrum greinum. Fjölgunin hefur verið áberandi mest í byggingarstarfsemi á þessu tímabili.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks ekki með alveg sama hætti og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn að fram til 2019 og þá skilur á milli. Fjöldi starfsfólks í byggingarstarfsemi var svipaður 2019 og 2020, og jókst svo áfram 2021. Byggingarstarfsemin hefur því töluverða sérstöðu meðal þessara greina sé litið á tímabilið frá 2015. Opinbera stjórnsýslan hefur einnig búið við nokkuð stöðuga fjölgun á starfsfólki nær allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launasumma og fjöldi starfsfólks – ferðaþjónustan enn með mikla sérstöðu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
30. jan. 2026
Spáum 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku 
Við spáum því að peningastefnunefnd hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku en muni á fundi sínum einnig fjalla um möguleika á að halda stýrivöxtum óbreyttum. Verðbólga jókst umfram væntingar í janúar og mældist 5,2%. Aukin verðbólga í janúar skýrist að mestu leyti af hækkun opinberra gjalda, en þó ekki einungis. Mælingin ber þess einnig merki að undirliggjandi verðþrýstingur er enn til staðar. Ekki hefur tekist að draga úr verðbólguvæntingum og kaupmáttaraukning heldur áfram að skila sér í aukinni neyslu.  
Bakarí
29. jan. 2026
Aukna verðbólgu má rekja til opinberra gjalda
Verðbólga jókst úr 4,5% í 5,2% í janúar. Verðbólga mældist lægst 3,7% í nóvember síðastliðnum og hefur því hækkað um 1,5 prósentustig síðan þá. Verðhækkanir tengdar bílum og rekstri bifreiða skýra hækkunina að langmestu leyti nú í janúar. Matvara hækkaði þó töluvert umfram spár og verð á flugfargjöldum lækkaði minna en við spáðum. Á móti hafði húsnæðiskostnaður minni áhrif til hækkunar en við höfðum gert ráð fyrir.
Kranar á byggingarsvæði
26. jan. 2026
Vikubyrjun 26. janúar 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.
Mynt 100 kr.
19. jan. 2026
Vikubyrjun 19. janúar 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
15. jan. 2026
Spáum 5,1% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.
Smiður
13. jan. 2026
Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.
Bílar
12. jan. 2026
Breytt gjaldtaka af bílum gæti aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.