Lands­menn neysluglað­ir, inn­an­lands sem er­lend­is

Mikill vöxtur mældist í kortaveltu Íslendinga í október bæði innanlands og erlendis. Ferðalög eru orðin algengari og þeir sem fara út eyða meiru en áður. Innanlands mælist mikill vöxtur í kaupum á þjónustu og er mikið undir fyrir menningarstarfsemi nú þegar jólaskemmtanir eru rétt handan við hornið.
Ferðafólk
17. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í október. Samanlagt jókst kortavelta um 24% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 78,8 mö.kr. og jókst um tæp 14% milli ára á föstu verðlagi. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 18 mö.kr. og jókst um 106% milli ára miðað við fast gengi.

Við sjáum breytingar eiga sér stað í innlendri neyslu þar sem kaup á þjónustu vega nú hlutfallslega meira í aukningunni, enda ýmis þjónusta sem var ófáanleg þegar faraldurinn stóð sem hæst orðin aðgengileg að nýju. Í október mældust kaup Íslendinga á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa tífalt meiri en á sama tíma í fyrra og kaup á þjónustu menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi 147% meiri.

Á sama tíma mælist samdráttur í kortaveltu Íslendinga í mörgum verslunum. Mestur er samdrátturinn í áfengisverslunum þar sem kortavelta dróst saman um 20% að raunvirði milli ára. Í byggingarvöru-,  raf- og heimilistækjaverslunum mælist einnig samdráttur en aukningin var mjög mikil í þeim verslunum þegar faraldurinn skall á og mælist kortaveltan enn sterk þó hún dragist nú saman milli ára.

Samhliða kraftmiklum vexti innanlands er talsverður vöxtur í neyslu Íslendinga erlendis þar sem ferðalög eru orðin algengari. Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru tæplega 40 þúsund talsins í október, sem er um 70% af því sem þær voru í október 2019. Kortavelta Íslendinga erlendis var hins vegar áþekk því sem sást í október 2019 miðað við fast gengi sem bendir til þess að fólk geri nú talsvert betur við sig en áður í utanlandsferðum.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Landsmenn neysluglaðir, innanlands sem erlendis

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
24. apríl 2024
Verðbólgan lækkaði í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur