Krón­an stöðug en Ís­land verð­ur dýr­ara

Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024

Krónan veiktist nokkuð í nóvember í fyrra þegar jarðhræringarnar á Reykjanesskaga stóðu sem hæst. Veikingin gekk að hluta til baka og undanfarið hefur gengi krónunnar verið á nokkuð þröngu bili, sérstaklega gagnvart evru sem hefur kostað um það bil 150 krónur.  

Óljós ástæða stöðugleikans

Við höfum ekki einhlíta skýringu á því af hverju krónan hefur reynst svona stöðug en ýmsu má þó velta upp. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur verið í minna lagi sem bendir til þess að viðskiptabankarnir hafi náð að para saman kaupendur og seljendur á gjaldeyri meðal viðskiptavina sinna að miklu leyti, sem aftur bendir til þess að það sé nokkuð gott jafnvægi af gjaldeyrisflæði inn og út úr landinu. Seðlabankinn hefur þar af leiðandi að mestu haldið sig á hliðarlínunni síðan í nóvember, fyrir utan ein viðskipti í febrúar þegar hann greip inn og seldi krónur til að mæta innflæði erlendra aðila vegna þeirra á íslenskum ríkisskuldabréfum í útboði Lánamála.

Það hversu stöðug krónan hefur verið er sérstaklega áhugavert í ljósi talna um vöru- og þjónustuviðskipti sem Hagstofan birti nýverið. Alls mældist 43 ma. kr. halli á fyrstu þremur mánuðum ársins, tvisvar sinnum meiri halli en á sama tímabil í fyrra.

Krónan stöðugust á móti evru

Almennt sveiflast krónan minna á móti evru en öðrum gjaldmiðlum. Það skýrist að miklu leyti af því að evran er uppgjörsmynt á millibankamarkaði með gjaldeyri. Það þýðir að evran er notuð í viðskiptum milli banka  og því er einungis virk verðmyndun á þeim gjaldmiðli á fjármálamarkaði hér á landi. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni er reiknað út frá gengi evru og krónu og gengi hins gjaldmiðilsins á móti evru. Um 40% af utanríkisviðskipum landsins fer fram í evrum. Af næstu fimm stærstu gjaldmiðlum (fyrir utan dönsku krónuna, en gengi hennar er beintengt evru) hefur krónan sveiflast næst minnst á móti Sterlingspundi, síðan Bandaríkjadal, síðan japanska jeninu og mest á móti norsku krónunni.

Ísland verður dýrara

Í hagspá sem við birtum á dögunum gerum við ráð fyrir hægfara styrkingu krónunnar næstu ár og að evran myndi standa í 148 í lok árs 2024, 146 í lok árs 2025 og 145 í lok árs 2026. Alltaf má þó búast við þó nokkrum gengissveiflum innan árs og jafnvel innan mánaða. Helstu ástæður fyrir því að við spáum styrkingu er horfur um afgang af viðskiptum við útlönd. Staðan í framvirkum samningum bendir einnig til þess að markaðsaðilar séu almennt bjartsýnir á gengið ásamt því sem vaxtamunur við útlönd ætti að styðja við gengið.

Raungengi er það sem skýrir hversu dýrt eða ódýrt Ísland er, enda búið að leiðrétta fyrir breytingum á verðlagi. Raungengi hefur hækkað ár frá ári frá því það fór lægst í covid-faraldrinum árið 2020. Við teljum að raungengi hækki áfram næstu árin og að árið 2026 verði það á svipuðum stað og árið 2017 þegar það var hvað hæst á síðasta uppgangstíma ferðaþjónustunnar. Hærra raungengi þýðir hátt verð á vörum og þjónustu hér á landi í samanburði við önnur lönd. Það gæti haft þær afleiðingar að færri, en efnameiri, ferðamenn komi hingað til lands en ella. Hafa ber þó í huga að við spáum ekki samdrætti í ferðaþjónustu, heldur aðeins að umsvif hennar aukist minna næstu ár en þau hafa gert á síðustu árum.

Við spáum því að nafngengið í ár verði svipað að meðaltali og í fyrra, jafnvel þótt það styrkist það sem eftir er árs. Hækkun raungengisins á þessu ári verður því eingöngu vegna þess að verðbólga er meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar. Á næstu tveimur árum hækkar raungengið svo áfram, aðallega vegna hlutfallslega mikillar verðbólgu hér á landi en þó einnig vegna sterkara nafngengis.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur