Korta­velta inn­an­lands dróst sam­an um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Greiðslukortavelta heimilanna nam 97 mö. kr. í apríl og var 5% minni en í apríl í fyrra, á föstu verðlagi. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 7,2% að raunvirði í apríl en erlendis jókst hún um 5%.

Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem heildarkortavelta Íslendinga (innanlands og erlendis) dregst saman milli ára, þegar veltan í einum mánuði er borin saman við veltuna í sama mánuði árið áður. Kortaveltan jókst hröðum skrefum eftir því sem hagkerfið komst aftur á flug eftir faraldurinn en með tímanum hægði mjög á aukningunni, eins og við var að búast. Upp á síðkastið hefur stöku mánuði dregið úr kortaveltunni innanlands en kortaveltan erlendis hefur, þar til nú, aukist nægilega mikið til að jafna út samdráttinn innanlands.

Íslendingar á ferðalögum eyða sífellt meiru

78% af kortaveltu heimilanna í apríl var á Íslandi og 22% erlendis, sem er svipað og verið hefur á síðustu mánuðum. Hlutfallið erlendis er þó áfram nokkuð hærra en vaninn var fyrir faraldur.

Í apríl var framlag kortaveltu innanlands til lækkunar (-5,8%) á heildarkortaveltunni og framlagið erlendis til hækkunar (+1%), en þannig hefur það gjarnan verið eftir faraldurinn.

Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði um 3% milli ára í aprílmánuði á meðan kortavelta erlendis jókst um 5%, á föstu gengi. Sú þróun heldur því áfram að hver Íslendingur á ferðalagi eyði að jafnaði meiri pening en áður.

Kortaveltuhallinn jókst í apríl

Halli á greiðslukortajöfnuði jókst örlítið á milli mánaða. Kortaveltuhalli þýðir að Íslendingar (heimili og fyrirtæki) eyði meiri pening erlendis en erlendir ferðamenn eyða hér á landi. Hallinn nam rúmum milljarði í mars en um 2,3 milljörðum í apríl.

Alls nam úttekt erlendra debet- og kreditkorta 22 mö. kr. í apríl en íslensk kortavelta (heimila og fyrirtækja) erlendis var samtals 24,3 ma. kr.

Hugsanleg merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu

Kortaveltan á fyrsta fjórðungi þessa árs var kröftugri en við höfðum búist við og heildarkortaveltan jókst í janúar, febrúar og mars. Þar hljóta launahækkanir að hafa spilað stórt hlutverk og trompað áhrif vaxtahækkana sem að öðru óbreyttu ættu að draga úr neyslugetu almennings. Þótt vissulega beri að varast að lesa of mikið í tölur fyrir einn mánuð má vera að kortaveltutölurnar fyrir aprílmánuð séu vísbending um að lítillega sé tekið að hægja á einkaneyslunni.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur