Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Kaup­mátt­ur á nið­ur­leið – mikl­ar launa­hækk­an­ir tengd­ar ferða­þjón­ustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Ferðafólk
26. júlí 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan var nær óbreytt milli maí og júní samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,1%.

Verðbólga í júní 2022 mældist 8,8%. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 0,9% milli júnímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Kaupmáttur hefur ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst má telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu samningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli aprílmánaða 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðnum en þeim almenna. Launin hækkuðu um 8,2% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 9,3% á þeim opinbera, þar af 8,0% hjá ríkinu og 10,6% hjá sveitarfélögunum. Hækkanir hjá sveitarfélögunum hafa því verið töluvert meiri en á öðrum mörkuðum á þessu tímabili.

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar, verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Þú gætir einnig haft áhuga á
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.