Jóla­ver­tíð­in fór vel af stað – mik­ið verslað frá út­lönd­um

Íslendingar voru neysluglaðir í nóvember. Kortavelta í útlöndum var á borð við ferðamikinn júlímánuð fyrir Covid-faraldur. Vísbendingar eru um kraftmikinn vöxt einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi, drifinn áfram af ferðalögum til útlanda og auknum kaupum á þjónustu innanlands. Áhrif ómíkron-afbrigðisins gætu þó sett strik í reikninginn.
Símagreiðsla
15. desember 2021 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti fyrr í dag gögn um veltu innlendra greiðslukorta í nóvember. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 80 mö.kr. og jókst um tæp 10% milli ára á föstu verðlagi. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 18,4 mö.kr. og jókst um 95% milli ára miðað við fast gengi. Sé miðað við nóvembermánuð 2019, áður en faraldurinn skall á, mælist aukning í kortaveltu upp á 14% að raunvirði. Innanlands mælist aukningin 16% og erlendis 5%.

Nóvembermánuður var veltumesti mánuður í kortanotkun Íslendinga erlendis síðan í júlí 2019. Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru tæplega 34 þúsund, sem er áþekkt þeim fjölda sem sást í nóvember 2015. Kortaveltan er hins vegar nærri því tvöföld miðað við fast gengi. Þetta bendir til þess að þeir sem fara nú til útlanda gera talsvert betur við sig en áður, en einnig eru áhrif netverslunar hjá erlendum söluaðilum orðin mjög sterk. Stórir afsláttardagar í nóvember á borð við Black Friday og Cyber Monday hafa talsverð áhrif á netverslun Íslendinga í nóvember bæði innanlands og erlendis.

Þróun kortaveltu getur verið ágætis vísbending um þróun einkaneyslunnar. Við sjáum að kortavelta jókst um 11,5% milli ára á þriðja ársfjórðungi og einkaneysla um 6,1%. Í október og nóvember mælist aukning í kortaveltu samanlagt 22% milli ára að raunvirði. Verði aukningin svipuð milli ára í desember eru líkur á talsverðum vexti einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem kom til landsins um mánaðamótin síðustu, gæti þó haft áhrif á kortaveltu desembermánaðar, sérstaklega hvað viðkemur þjónustugeiranum, en vöxturinn í kortaveltu innanlands er nú aðallega drifinn áfram af auknum þjónustukaupum.

Við sjáum ekki merki þess að heimilin séu að fara fram úr sér í neyslu þó nú sjáist talsverður vöxtur í kortaveltu. Skattaívilnanir og stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa orðið til þess að kaupmáttur hefur haldist sterkur og skilar meiri sparnaður á mánuðum áður sér í aukinni neyslu nú.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Jólavertíðin fór vel af stað – mikið verslað frá útlöndum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur